Fótbolti

Besti bakvörður seinni ára snýr heim eftir frægðarför til Evrópu

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Dani Alves hefur unnið til fleiri verðlauna en flestir
Dani Alves hefur unnið til fleiri verðlauna en flestir Vísir/Getty
Brasilíski varnarmaðurinn Dani Alves er að ganga til liðs við brasilíska úrvalsdeildarliðið Sao Paulo en hann yfirgaf franska meistaraliðið PSG á dögunum.

Þessi 36 ára gamli leikmaður kom fyrst til Evrópu árið 2002 þegar hann gekk í raðir spænska úrvalsdeildarliðsins Sevilla frá Bahia í heimalandinu.

Alves er einn sigursælasti leikmaður evrópskrar knattspyrnu í seinni tíð en hann vann frönsku deildina tvisvar með PSG, spænsku deildina sex sinnum með Barcelona, ítölsku deildina einu sinni með Juventus, Evrópudeildina tvisvar með Sevilla og Meistaradeild Evrópu þrisvar með Barcelona auk fjölda bikartitla með öllum þessum félögum.

Er hann af mörgum talinn besti bakvörður knattspyrnusögunnar en hann er þriðji leikjahæsti leikmaður brasilíska landsliðsins frá upphafi með 115 landsleiki. Tveir aðrir bakverðir eru fyrir ofan Alves á þeim lista; goðsagnirnar Roberto Carlos (125 A-landsleikir) og Cafu (142 A-landsleikir).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×