Innlent

Hlúa að grindhval sem strandaði við Voga

Birgir Olgeirsson skrifar
Kristófer Ragnarsson og Birna Rán Tryggvadóttir hlú að grindhvalnum.
Kristófer Ragnarsson og Birna Rán Tryggvadóttir hlú að grindhvalnum. Rúnar Pétur Þorgeirsson
Íbúar í Vogum á Vatnsleysuströnd aðstoða nú grindhval sem strandaði í fjörunni í morgun. Það var Kristófer Ragnarsson sem tilkynnti um hvalinn eftir að hafa fundið hann rétt fyrir klukkan níu í morgun en bæði lögregla og björgunarsveitarmenn hafa mætt á vettvang.

Hópur íbúar er nú hjá hvalnum og er reynt að halda honum rökum með blautum teppum. Rúnar Pétur Þorgeirsson, flugvirki í Vogum, hefur ásamt kærustu sinni reynt að aðstoða hvalinn en þegar Vísir heyrði í Rúnari hafði hann skroppið til Reykjavíkur til að sækja járnkarl. Er ætlunin að nota hann til að færa steina frá hvalnum svo hægt sé ýta honum aftur til hafs þegar flæðir að í kvöld.

Rúnar segir björgunarsveitarmenn á báti hafa komið á vettvang en þeir hafi siglt út aftur þegar þeir töldu sig sjá hóp hvala og reyndu að reka þá í burtu.

Hann segir allt gert til að reyna að halda hvalnum á lífi en hann sé ögn særður í fjörunni. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×