Innlent

Erlendur veiðimaður féll í Úlfljótsvatn

Sylvía Hall skrifar
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út.
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út. Vísir/Vilhelm
Björgunarsveitir í Árnessýslu og þyrla Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út á sjötta tímanum í dag vegna erlends veiðimanns í Úlfljótsvatni. Hafði maðurinn misst fótfestu og fallið í vatnið skammt frá Steingrímsstöð. 

Að sögn upplýsingafulltrúa Landsbjargar voru björgunarsveitir fljótlega afturkallaðar en þyrla Landhelgisgæslunnar fór á vettvang og flutti manninn til Reykjavíkur á sjúkrahús. 

Ekki er vitað um líðan mannsins að svo stöddu. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×