Lífið

Brekkusöngurinn 2019 í heild sinni: Ingó veðurguð tryllti lýðinn í brekkunni

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Það var mikil gleði í brekkunni í gær.
Það var mikil gleði í brekkunni í gær. Vísir
Mikil stemning var í Herjólfsdal á lokakvöldi Þjóðhátíðar í fínasta veðri í gærkvöldi. Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, leiddi sönginn líkt og undanfarin ár við mikinn fögnuð viðstaddra.

Kveikt var á blysunum á miðnætti, eins og hefðin býður, og þegar Ingó hafði lokið sér af stigu þeir Sverrir Bergmann og Halldór Gunnar Fjallabróðir á stokk. Eins og lög gera ráð fyrir mætti Árni Johnsen einnig á sviðið til þess að leiða gesti Þjóðhátíðar í gegnum þjóðsönginn.

Brekkusöngurinn var sýndur í beinni útsendingu á Vísi, Stöð 2 og á Bylgjunni í gærkvöldi en horfa má á sönginn í heild sinni í spilaranum hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×