Erlent

McConnell vinnur heiman frá sér eftir axlarbrot

Sylvía Hall skrifar
McConnell er 77 ára gamall.
McConnell er 77 ára gamall. Vísir/Getty
Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings, er axlarbrotinn eftir fall a heimili sínu í Louisville í Kentucky-ríki í gær. Þingmaður datt á palli fyrir utan húsið sem endaði með þessum ósköpum. CNN greinir frá. 

„McConnell hrasaði heima hjá sér á pallinum og axlarbrotnaði,“ segir David Popp, samskiptastjóri McConnell í yfirlýsingu. Hann var fluttur á sjúkrahús þar sem hann komst undir læknishendur en hefur nú verið útskrifaður og vinnur heiman frá sér í Louisville. Þingmaðurinn er 77 ára gamall.

Um helgina kölluðu demókratar í öldungadeild eftir því að McConnell myndi kalla saman þing til þess að afgreiða hertari skotvopnalöggjöf í landinu í kjölfar tveggja skotárása um helgina þar sem alls 29 létust.

Í yfirlýsingu frá þingmanninum kom fram að þingmennirnir hefðu rætt þessa „óskiljanlegu hörmungar helgarinnar“ og sendi samúðarkveðjur til aðstandenda fórnarlambanna.


Tengdar fréttir

Níu látnir eftir aðra skotárásina á 13 tímum

Níu eru látnir og 16 særðust í skotárás í borginni Dayton í Ohio-ríki í nótt. Lögreglan í Dayton segir að auk hinna níu fórnarlamba sé árásarmaðurinn látinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×