Innlent

Grunaður um stórfellda líkamsárás

Birgir Olgeirsson skrifar
Sá sem fyrir árásinni varð var fluttur á sjúkrahús.
Sá sem fyrir árásinni varð var fluttur á sjúkrahús. Vísir/Vilhelm
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók karlmann í Breiðholti í nótt sem grunaður er um stórfellda líkamsárás. Var sá sem fyrir árásinni varð fluttur á slysadeild með sjúkrabifreið til aðhlynningar. Maðurinn sem grunaður er um árásina var vistaður í fangaklefa. 

Í dagbók lögreglunnar, þar sem helstu mál eru rakin, kemur fram að ekki sé vitað um meiðsli þess sem fyrir árásinni varð. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×