Lífið

Hafdís Huld eignaðist dreng

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hafdís Huld er orðin tveggja barna móðir.
Hafdís Huld er orðin tveggja barna móðir. Fréttablaðið/Laufey
Söngkonan Hafdís Huld greinir frá því á Instagram-síðu sinni að lítill strákur sé kominn í heiminn. Hafdís og eiginmaður hennar Alisdair Wright eiga fyrir dótturina Arabellu sem fæddist árið 2012.

„Gullfallegi drengurinn okkar fæddist þann 23. júlí. Ég hef ekkert fallegra séð en Arabellu með bróður sinn í fanginu að syngja vöggulög. Lífið er gott.“

Hafdís og Alisdair kynntust árið 2006 og hafa verið nánast óaðskiljanleg síðan og unnið mikið saman í tónlistinni. Stuttu eftir að þau Hafdís og Alidsair buðu Arabellu litlu velkomna í heiminn, nánar til tekið fjórum dögum eftir fæðinguna, bað Alisdair Hafdísar. Setti hann trúlofunarhring á fingur henni sem var ævagamall. Langafi hans hafði gefið langömmu hans hringinn áður en hann lagði af stað í heimsstyrjöldina.

„Englendingurinn kann þetta því ég er heilluð af öllu gömlu. Stundum er maður heppinn og ég var rosalega heppin að finna hann. Við erum eins og svart og hvítt en við bara erum saman áreynslulaust,“ sagði Hafdís í viðtali við Fréttablaðið árið 2014.




Tengdar fréttir

Hafdís Huld sendir frá sér nýtt myndband

Lagið Take Me Dancing er fyrsta smáskífan af fjórðu sólóplötu Hafdísar Huldar, Dare to Dream Small, sem kemur út hjá Redgrape Music þann 28. júlí næstkomandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×