Spitfire-orrustuvélin lent í Reykjavík Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. ágúst 2019 17:00 Spitfire-vélin á Reykjavíkurflugvelli í dag. Vísir/Friðrik Ein sögufrægasta flugvél síðari heimsstyrjaldar, Spitfire-orrustuflugvél, lenti á Reykjavíkurflugvelli nú á sjötta tímanum. Vélinni var flogið frá norðurströnd Skotlands í morgun með viðkomu í Færeyjum. Fylgdarvél af gerðinni Pilatus PC-12 fylgdi Spitfire-vélinni til landsins. Um borð í henni voru, auk flugmanna; leiðangursstjóri, flugvirki og kvikmyndatökulið. Lesa má um leiðangurinn og sögu vélarinnar með því að smella hér.Upphaflega hafði verið ráðgert að fljúga vélunum frá Skotlandi yfir Atlantshafið á þriðjudag en vont veður setti þau áform úr skorðum. Það viðraði hins vegar betur í morgun og gátu því Spitfire-vélin og Pilatus-fylgdarvélin hafið sig til flugs frá flugvellinum í Lossiemouth í Norður-Skotlandi klukkan 10:35 í morgun. Fyrsti viðkomustaður var flugvöllurinn í Vogum í Færeyjum þar sem lent var eftir um tveggja klukkustunda flug. Þar var fyllt á eldsneytistanka vélanna og að því loknu flogið áfram til Reykjavíkur. Þessi tiltekna Spitfire-vél kallast Silver Spitfire, smíðuð árið 1943 af Vickers Supermarine í Castle Bromwich við Birmingham. Hún tók þátt í 51 loftorrustu í síðari heimsstyrjöld, þar á meðal innrásinni í Normandí. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia liggur ekki fyrir á þessari stundu hvort almenningi gefst færi á að skoða þennan sögufræga grip. Þegar tekin verður ákvörðun um það mun Vísir greina frá því. Fylgjast má með leiðangrinum á Silverspitfire.com og nánast má fræðast um hinar sögufrægu Spitfire-orrustuvélar með því að smella hér.Vísir/friðrikHér má sjá vélarnar á flugi yfir Kirkjubæjarklaustri fyrr í dag.Vísir/Egill Fréttir af flugi Reykjavík Tengdar fréttir Spitfire-orustuflugvélin sneri við vegna veðurs Breska Spitfire-orustuvélin, sem væntanleg var til Reykjavíkur í dag, sneri við í morgun, ásamt fylgdarvél sinni, eftir að vélarnar voru búnar að vera um hálftíma á lofti frá Skotlandi á leið sinni til Íslands um Færeyjar. 6. ágúst 2019 11:18 Bresk Spitfire-orustuvél úr síðari heimsstyrjöld lendir í Reykjavík Ein sögufrægasta flugvél síðari heimsstyrjaldar, Spitfire-orustuflugvél, er væntanleg til Reykjavíkurflugvallar á morgun, þriðjudag. 5. ágúst 2019 23:06 Eiga von á Spitfire-vélinni í dag Breska Spitfire-orustuvélin er nú í þann mund að lenda í Færeyjum ásamt fylgdarvél sinni. 8. ágúst 2019 11:48 Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Ein sögufrægasta flugvél síðari heimsstyrjaldar, Spitfire-orrustuflugvél, lenti á Reykjavíkurflugvelli nú á sjötta tímanum. Vélinni var flogið frá norðurströnd Skotlands í morgun með viðkomu í Færeyjum. Fylgdarvél af gerðinni Pilatus PC-12 fylgdi Spitfire-vélinni til landsins. Um borð í henni voru, auk flugmanna; leiðangursstjóri, flugvirki og kvikmyndatökulið. Lesa má um leiðangurinn og sögu vélarinnar með því að smella hér.Upphaflega hafði verið ráðgert að fljúga vélunum frá Skotlandi yfir Atlantshafið á þriðjudag en vont veður setti þau áform úr skorðum. Það viðraði hins vegar betur í morgun og gátu því Spitfire-vélin og Pilatus-fylgdarvélin hafið sig til flugs frá flugvellinum í Lossiemouth í Norður-Skotlandi klukkan 10:35 í morgun. Fyrsti viðkomustaður var flugvöllurinn í Vogum í Færeyjum þar sem lent var eftir um tveggja klukkustunda flug. Þar var fyllt á eldsneytistanka vélanna og að því loknu flogið áfram til Reykjavíkur. Þessi tiltekna Spitfire-vél kallast Silver Spitfire, smíðuð árið 1943 af Vickers Supermarine í Castle Bromwich við Birmingham. Hún tók þátt í 51 loftorrustu í síðari heimsstyrjöld, þar á meðal innrásinni í Normandí. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia liggur ekki fyrir á þessari stundu hvort almenningi gefst færi á að skoða þennan sögufræga grip. Þegar tekin verður ákvörðun um það mun Vísir greina frá því. Fylgjast má með leiðangrinum á Silverspitfire.com og nánast má fræðast um hinar sögufrægu Spitfire-orrustuvélar með því að smella hér.Vísir/friðrikHér má sjá vélarnar á flugi yfir Kirkjubæjarklaustri fyrr í dag.Vísir/Egill
Fréttir af flugi Reykjavík Tengdar fréttir Spitfire-orustuflugvélin sneri við vegna veðurs Breska Spitfire-orustuvélin, sem væntanleg var til Reykjavíkur í dag, sneri við í morgun, ásamt fylgdarvél sinni, eftir að vélarnar voru búnar að vera um hálftíma á lofti frá Skotlandi á leið sinni til Íslands um Færeyjar. 6. ágúst 2019 11:18 Bresk Spitfire-orustuvél úr síðari heimsstyrjöld lendir í Reykjavík Ein sögufrægasta flugvél síðari heimsstyrjaldar, Spitfire-orustuflugvél, er væntanleg til Reykjavíkurflugvallar á morgun, þriðjudag. 5. ágúst 2019 23:06 Eiga von á Spitfire-vélinni í dag Breska Spitfire-orustuvélin er nú í þann mund að lenda í Færeyjum ásamt fylgdarvél sinni. 8. ágúst 2019 11:48 Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Spitfire-orustuflugvélin sneri við vegna veðurs Breska Spitfire-orustuvélin, sem væntanleg var til Reykjavíkur í dag, sneri við í morgun, ásamt fylgdarvél sinni, eftir að vélarnar voru búnar að vera um hálftíma á lofti frá Skotlandi á leið sinni til Íslands um Færeyjar. 6. ágúst 2019 11:18
Bresk Spitfire-orustuvél úr síðari heimsstyrjöld lendir í Reykjavík Ein sögufrægasta flugvél síðari heimsstyrjaldar, Spitfire-orustuflugvél, er væntanleg til Reykjavíkurflugvallar á morgun, þriðjudag. 5. ágúst 2019 23:06
Eiga von á Spitfire-vélinni í dag Breska Spitfire-orustuvélin er nú í þann mund að lenda í Færeyjum ásamt fylgdarvél sinni. 8. ágúst 2019 11:48