Innlent

Eiga von á Spitfire-vélinni í dag

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Spitfire-vélinni var flogið frá norðurhluta Skotlands í morgun.
Spitfire-vélinni var flogið frá norðurhluta Skotlands í morgun. Vísir/Getty
Breska Spitfire-orustuvélin er nú í þann mund að lenda í Færeyjum ásamt fylgdarvél sinni. Vonir standa til að vélarnar komi hingað til lands síðar í dag. Fyrr í vikunni var gerð tilraun til að fljúga vélunum frá Skotlandi yfir Atlantshafið en vont veður setti þau áform úr skorðum.

Spitfire-vélin og Pilatus-fylgdarvélin hófu sig til flugs frá flugvellinum í Lossiemouth í Norður-Skotlandi klukkan 10:35 í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá Icelandair, sem annast afgreiðslu vélanna hérlendis, er áætlað að þær lendi í Vogum í Færeyjum klukkan 12:30 en ekki liggur hins vegar fyrir hvenær þær fljúga þaðan til Íslands.

Þær upplýsingar munu liggja fyrir síðar í dag en þó er gengið út frá því að þær lendi í Reykjavík seinni partinn. Upphaflega áform, sem fóru út um þúfur á þriðjudag, gerðu ráð fyrir að tvær klukkustundir myndu líða á milli lendingar í Færeyjum og lendingu í Reykjavík. Séu sambærileg áform á teikniborðinu í dag mætti því gera ráð fyrir að vélarnar lendi á Íslandi klukkan 14:30.

Vísir mun greina nánar frá fyrirætlunum flughópsins þegar frekari upplýsingar berast.

Fylgjast má með leiðangrinum á Silverspitfire.com og nánast má fræðast um hinar sögufrægu Spitfire-orrustuvélar með því að smella hér.


Tengdar fréttir

Spitfire-orustuflugvélin sneri við vegna veðurs

Breska Spitfire-orustuvélin, sem væntanleg var til Reykjavíkur í dag, sneri við í morgun, ásamt fylgdarvél sinni, eftir að vélarnar voru búnar að vera um hálftíma á lofti frá Skotlandi á leið sinni til Íslands um Færeyjar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×