Ríkisstjórnin hristir sig saman við Mývatn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. ágúst 2019 20:30 Ríkisstjórnin hélt ríkisstjórnarfund í Mývatnssveit í dag og fundaði með sveitarstjórnum og hagsmunaðilum á svæðinu. Þá notaði hún tækifærið til að hrista sig saman fyrir komandi þingvetur. Það var kuldalegt við Mývatn í dag þegar ríkisstjórnin kom í hlað en móttökurnar voru hlýjar, enda mývetnsk gestrisni rómuð um víða veröld. Framundan fundur með sveitarstjórnum á svæðinu. „Við töldum að sveitarstjórnarmenn ættu auðveldast að koma hingað. Svo spilar inn í að þetta er alveg einstaklega fallegur staður og gott að vera hér, þá það hefði mátt vera nokkrum gráðum hlýrra akkúrat í dag,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra eftir fundinn.Hvernig hafa móttökurnar hjá heimamönnum verið?„Frábærar, og þetta var virkilega góður fundur sem við áttum hér með sveitarstjórnarfólki hvaðanæva af svæðinu.Hilda Jana Gísladóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri ræðir hér við Guðlaug Þór Þórðarsson, utanríkisráðherra.Vísir/Tryggvi PállDagskráin hófst hins vegar á ríkisstjórnarfundi, þar sem meðal annars var fjallað um verkefnið störf án staðsetningar, sem sveitarstjórnir á Norðurlandi hafa kallað mjög eftir. „Þar má gera miklu betur. það er að segja að hið opinbera standi sig miklu betur í að auglýsa störf án staðsetningar sem þar af leiðandi geta verið hvar sem er á landinu,“ sagði Katrín.Ekki hugmyndafræðileg gjá á milli sveitarstjórna á svæðinu og ríkisstjórnarinnar Hilda Jana Gísladóttir, stjórnarformaður Eyþings telur hins vegar að gott hafi verið að fá tækifæri til að viðra helstu hagsmunamál íbúa á svæðinu. „Þetta er auðvitað engin töfralausn til að leysa öll heimsins mál en það er samt gott að finna að það er ekki hugmyndafræðileg gjá á milli ríkisstjórnarinnar annars vegar og sveitarstjórnamanna á svæðinu. Við virðumst vera þokkalega á leið í sömu átt,“ sagði Hilda Jana. Ef eitthvað er að marka síðasta þing má búast við átökum á komandi þingvetri. Ríkisstjórnin notaði því tækifærið til að hrista sig saman. Í kvöld er ferð í Fuglasafnið á dagskrá auk gönguferðar í nágrenni við Mývatn. „Svo ætlum við að fara á núna vinnufund þar sem við ætlum að undirbúa þingið framundan. Þá fyrst byrjar fjörið,“ sagði Katrín að lokum. Alþingi Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Skútustaðahreppur Vinstri græn Tengdar fréttir Ætlar að þrýsta á ráðherra í sameiningarmálum og snjómokstri Árlegur sumarfundur ríkisstjórnarinnar stendur nú yfir í Mývatnssveit. Eftir hádegi verður fundað með sveitarstjórnum á svæðinu þar sem þeim gefst tækifæri á vekja athygli á lykilmálum. 8. ágúst 2019 13:43 Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Ríkisstjórnin hélt ríkisstjórnarfund í Mývatnssveit í dag og fundaði með sveitarstjórnum og hagsmunaðilum á svæðinu. Þá notaði hún tækifærið til að hrista sig saman fyrir komandi þingvetur. Það var kuldalegt við Mývatn í dag þegar ríkisstjórnin kom í hlað en móttökurnar voru hlýjar, enda mývetnsk gestrisni rómuð um víða veröld. Framundan fundur með sveitarstjórnum á svæðinu. „Við töldum að sveitarstjórnarmenn ættu auðveldast að koma hingað. Svo spilar inn í að þetta er alveg einstaklega fallegur staður og gott að vera hér, þá það hefði mátt vera nokkrum gráðum hlýrra akkúrat í dag,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra eftir fundinn.Hvernig hafa móttökurnar hjá heimamönnum verið?„Frábærar, og þetta var virkilega góður fundur sem við áttum hér með sveitarstjórnarfólki hvaðanæva af svæðinu.Hilda Jana Gísladóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri ræðir hér við Guðlaug Þór Þórðarsson, utanríkisráðherra.Vísir/Tryggvi PállDagskráin hófst hins vegar á ríkisstjórnarfundi, þar sem meðal annars var fjallað um verkefnið störf án staðsetningar, sem sveitarstjórnir á Norðurlandi hafa kallað mjög eftir. „Þar má gera miklu betur. það er að segja að hið opinbera standi sig miklu betur í að auglýsa störf án staðsetningar sem þar af leiðandi geta verið hvar sem er á landinu,“ sagði Katrín.Ekki hugmyndafræðileg gjá á milli sveitarstjórna á svæðinu og ríkisstjórnarinnar Hilda Jana Gísladóttir, stjórnarformaður Eyþings telur hins vegar að gott hafi verið að fá tækifæri til að viðra helstu hagsmunamál íbúa á svæðinu. „Þetta er auðvitað engin töfralausn til að leysa öll heimsins mál en það er samt gott að finna að það er ekki hugmyndafræðileg gjá á milli ríkisstjórnarinnar annars vegar og sveitarstjórnamanna á svæðinu. Við virðumst vera þokkalega á leið í sömu átt,“ sagði Hilda Jana. Ef eitthvað er að marka síðasta þing má búast við átökum á komandi þingvetri. Ríkisstjórnin notaði því tækifærið til að hrista sig saman. Í kvöld er ferð í Fuglasafnið á dagskrá auk gönguferðar í nágrenni við Mývatn. „Svo ætlum við að fara á núna vinnufund þar sem við ætlum að undirbúa þingið framundan. Þá fyrst byrjar fjörið,“ sagði Katrín að lokum.
Alþingi Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Skútustaðahreppur Vinstri græn Tengdar fréttir Ætlar að þrýsta á ráðherra í sameiningarmálum og snjómokstri Árlegur sumarfundur ríkisstjórnarinnar stendur nú yfir í Mývatnssveit. Eftir hádegi verður fundað með sveitarstjórnum á svæðinu þar sem þeim gefst tækifæri á vekja athygli á lykilmálum. 8. ágúst 2019 13:43 Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Ætlar að þrýsta á ráðherra í sameiningarmálum og snjómokstri Árlegur sumarfundur ríkisstjórnarinnar stendur nú yfir í Mývatnssveit. Eftir hádegi verður fundað með sveitarstjórnum á svæðinu þar sem þeim gefst tækifæri á vekja athygli á lykilmálum. 8. ágúst 2019 13:43
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?