Ætlar að þrýsta á ráðherra í sameiningarmálum og snjómokstri Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. ágúst 2019 13:43 Vindbelgarfjall í Mývatnssveit skartar sínu fegursta í sumar. Vísir/Vilhelm Árlegur sumarfundur ríkisstjórnarinnar stendur nú yfir í Mývatnssveit. Eftir hádegi verður fundað með sveitarstjórnum á svæðinu þar sem þeim gefst tækifæri á vekja athygli á lykilmálum. Dagskráin hófst með ríkisstjórnarfundi í morgun og á eftir situr ríkisstjórnin fund með fulltrúum þrettán sveitarfélaga á svæðinu. Einn þeirra er Helgi Héðinsson, oddviti Skútustaðahrepps og gestgjafi fundarins. „Við erum mjög ánægð að þau velji Mývatnssveit til að heimsækja. Það verður gaman að taka á móti þeim og forvitinilegt að spjalla við þau í dag,“ segir Helgi. Efst á baugi í Skútustaðahreppi er möguleg sameining við Þingeyjarsveit. Ætlar Helgi að nota sinn tíma á fundinum til að ræða þau mál við ríkisstjórnina. „Okkar tími og púður fer í að skoða þau mál og vekja athygli á mikilvægi þess að ríkið styðji bæði faglega og fjárhagslega við sameiningarhugleiðingar sveitarfélaga.“ Þá ætlar Helgi líka að ræða samgöngumál, þar með talið skort á snjómokstri á Dettifossvegi sem staðið hefur ferðaþjónustuaðilum fyrir þrifum. „Þetta er þjóðhagslega mikilvægur ferðamannastaður og vandséð hvers vegna honum er ekki sinnt betur. Þarna er mjög góður nýlegur vegur að kraftmesta fossi í Evrópu, gríðarlega vinsæll áfangastaður ferðamanna. Ég myndi halda að við þyrftum að setja meiri áherslu í að sinna honum betur.“ Skútustaðahreppur Sveitarstjórnarmál Þingeyjarsveit Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Fleiri fréttir Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Sjá meira
Árlegur sumarfundur ríkisstjórnarinnar stendur nú yfir í Mývatnssveit. Eftir hádegi verður fundað með sveitarstjórnum á svæðinu þar sem þeim gefst tækifæri á vekja athygli á lykilmálum. Dagskráin hófst með ríkisstjórnarfundi í morgun og á eftir situr ríkisstjórnin fund með fulltrúum þrettán sveitarfélaga á svæðinu. Einn þeirra er Helgi Héðinsson, oddviti Skútustaðahrepps og gestgjafi fundarins. „Við erum mjög ánægð að þau velji Mývatnssveit til að heimsækja. Það verður gaman að taka á móti þeim og forvitinilegt að spjalla við þau í dag,“ segir Helgi. Efst á baugi í Skútustaðahreppi er möguleg sameining við Þingeyjarsveit. Ætlar Helgi að nota sinn tíma á fundinum til að ræða þau mál við ríkisstjórnina. „Okkar tími og púður fer í að skoða þau mál og vekja athygli á mikilvægi þess að ríkið styðji bæði faglega og fjárhagslega við sameiningarhugleiðingar sveitarfélaga.“ Þá ætlar Helgi líka að ræða samgöngumál, þar með talið skort á snjómokstri á Dettifossvegi sem staðið hefur ferðaþjónustuaðilum fyrir þrifum. „Þetta er þjóðhagslega mikilvægur ferðamannastaður og vandséð hvers vegna honum er ekki sinnt betur. Þarna er mjög góður nýlegur vegur að kraftmesta fossi í Evrópu, gríðarlega vinsæll áfangastaður ferðamanna. Ég myndi halda að við þyrftum að setja meiri áherslu í að sinna honum betur.“
Skútustaðahreppur Sveitarstjórnarmál Þingeyjarsveit Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Fleiri fréttir Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Sjá meira