Innlent

Búið að gróðursetja pálmatré í Laugardal

Birgir Olgeirsson skrifar
 Verður forvitnilegt að fylgjast með því hvernig þessi pálmatré þrífast í reykvískum vetri en búið verður vel um þau þegar kólna fer.
Verður forvitnilegt að fylgjast með því hvernig þessi pálmatré þrífast í reykvískum vetri en búið verður vel um þau þegar kólna fer. Reykjavíkurborg

Garðyrkjufræðingar borgarinnar hafa gróðursett fimm pálmatré í Laugardalnum. Markmiðið er að kanna hvernig þessar plöntur dafna í íslenskri veðráttu en þær eru af sérstöku yrki frá Himalayafjöllum.

Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að pálmatrén voru sett niður í góðu skjóli við Sunnuveg og verður vel fylgst með því hvernig þau pluma sig næsta vetur. Guðlaug Guðjónsdóttir og Hannes Þór Hafsteinsson garðyrkjufræðingar áttu frumkvæði að þessari tilraun og hafa umsjón með nýju plöntunum. Tilgangurinn er að auka við flóruna og prófa sig áfram með aukinni fjölbreytni í gróðri í borgarlandinu. Verður forvitnilegt að fylgjast með því hvernig þessi pálmatré þrífast í reykvískum vetri en búið verður vel um þau þegar kólna fer. 

Er þetta áhugavert sérstaklega í ljósi áforma borgarinnar um að reisa útlistaverk í Vogabyggð þar sem koma á pálmatrjám fyrir í tveimur sívölum, turnlaga gróðurhúsum sem ætlunin er að sett verði niður við jaðar miðlægs torgs við bakka KetilbjarnarsíkisAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.