Borgin skoðar mál Kalla í Pelsinum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. ágúst 2019 12:41 Lokað hefur verið fyrir gangandi umferð um tröppur frá Vesturgötu að Grófinni í Tryggvagötu. Vísir/Baldur Karl J. Steingrímsson, iðulega kenndur við Pelsinn, hefur lokað með grindverki fyrir gangandi umferð um tröppur sem liggja frá Vesturgötu að Grófinni í Tryggvagötu. Því hefur verið haldið fram að lokunin brjóti í bága við deiliskipulag borgarinnar. Fréttablaðið greindi fyrst frá málinu. Í samtali við Vísi segir Karl enga kvöð um gangandi umferð hvíla á svæðinu samkvæmt deiliskipulagi. Borgin er með málið til skoðunar. „Þeir hafa verið að sekta bílana okkar þarna og hafa ekki verið almennilegir, stöðumælaverðirnir,“ segir Karl. Hann segir að svæðið sem um ræðir tilheyri einkalóð sinni en ekki borgarlandi. „Þeir eru að túlka þetta eitthvað voðalega vitlaust,“ segir Karl og áréttar þar að hann eigi við borgaryfirvöld en ekki stöðumælaverði í Reykjavík. „Einhvers staðar að koma fyrirmælin.“Karl J. Steingrímsson, betur þekktur sem Kalli í Pelsinum.Karl segir málið „hundfúlt“ og vill hann helst sjá Reykjavíkurborg ganga frá málinu sem fyrst. „Við erum ekki að halda þessu opnu fyrir almenning. Þetta er búið að vera bílastæði í 30 ár. Við erum búin að eiga þetta svo lengi, fjölskyldan, svo allt í einu byrja þeir að sekta, svo hætta þeir að sekta, svo byrja þeir aftur.“ Karl segir að þrátt fyrir allt sé hann jákvæður og vilji sjá málið klárað í öllu réttlæti.Borgin skoðar málið Vert er að taka fram að í deiliskipulagi miðborgarinnar segir: „Á milli Tryggvagötu 18 og Vesturgötu 8-10A gengur sund með grásteinsveggjum á báðar hliðar, annars vegar sökklar Vesturgötuhúsanna og hins vegar bakhlið Tryggvagötu 18. Þetta sund er skemmtileg tenging um tröppur upp á Vesturgötu og er lögð áhersla á að það haldi sér enda er gert ráð fyrir að millisvæði reitsins verði eftirsóknarvert miðbæjarrými með góðum göngutengingum um þennan hluta reitsins.“Allt lokað og læst eins og sjá má.Vísir/BaldurÞá segir einnig að hugmyndin sé að skapa nýtt „borgarrými“ á milli húsanna. Í dag sé baklóðin frekar eins og „afgangssvæði“ við Tryggvagötuna. „Kvöð um göngutengsl er sett á lóðina austast,“ stendur einnig í deiliskipulaginu. Vísir hafði samband við Bjarna Brynjólfsson, upplýsingafulltrúa Reykjavíkurborgar og spurðist fyrir um málið. Eftir að hafa kannað málið stuttlega sagðist Bjarni lítið geta tjáð sig um lokun Karls fyrir gangandi umferð. „Þetta er bara í skoðun hjá borginni, hvort hann sé í rétti til þess að gera þetta,“ sagði Bjarni. Og þar við sat. Reykjavík Skipulag Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Sjá meira
Karl J. Steingrímsson, iðulega kenndur við Pelsinn, hefur lokað með grindverki fyrir gangandi umferð um tröppur sem liggja frá Vesturgötu að Grófinni í Tryggvagötu. Því hefur verið haldið fram að lokunin brjóti í bága við deiliskipulag borgarinnar. Fréttablaðið greindi fyrst frá málinu. Í samtali við Vísi segir Karl enga kvöð um gangandi umferð hvíla á svæðinu samkvæmt deiliskipulagi. Borgin er með málið til skoðunar. „Þeir hafa verið að sekta bílana okkar þarna og hafa ekki verið almennilegir, stöðumælaverðirnir,“ segir Karl. Hann segir að svæðið sem um ræðir tilheyri einkalóð sinni en ekki borgarlandi. „Þeir eru að túlka þetta eitthvað voðalega vitlaust,“ segir Karl og áréttar þar að hann eigi við borgaryfirvöld en ekki stöðumælaverði í Reykjavík. „Einhvers staðar að koma fyrirmælin.“Karl J. Steingrímsson, betur þekktur sem Kalli í Pelsinum.Karl segir málið „hundfúlt“ og vill hann helst sjá Reykjavíkurborg ganga frá málinu sem fyrst. „Við erum ekki að halda þessu opnu fyrir almenning. Þetta er búið að vera bílastæði í 30 ár. Við erum búin að eiga þetta svo lengi, fjölskyldan, svo allt í einu byrja þeir að sekta, svo hætta þeir að sekta, svo byrja þeir aftur.“ Karl segir að þrátt fyrir allt sé hann jákvæður og vilji sjá málið klárað í öllu réttlæti.Borgin skoðar málið Vert er að taka fram að í deiliskipulagi miðborgarinnar segir: „Á milli Tryggvagötu 18 og Vesturgötu 8-10A gengur sund með grásteinsveggjum á báðar hliðar, annars vegar sökklar Vesturgötuhúsanna og hins vegar bakhlið Tryggvagötu 18. Þetta sund er skemmtileg tenging um tröppur upp á Vesturgötu og er lögð áhersla á að það haldi sér enda er gert ráð fyrir að millisvæði reitsins verði eftirsóknarvert miðbæjarrými með góðum göngutengingum um þennan hluta reitsins.“Allt lokað og læst eins og sjá má.Vísir/BaldurÞá segir einnig að hugmyndin sé að skapa nýtt „borgarrými“ á milli húsanna. Í dag sé baklóðin frekar eins og „afgangssvæði“ við Tryggvagötuna. „Kvöð um göngutengsl er sett á lóðina austast,“ stendur einnig í deiliskipulaginu. Vísir hafði samband við Bjarna Brynjólfsson, upplýsingafulltrúa Reykjavíkurborgar og spurðist fyrir um málið. Eftir að hafa kannað málið stuttlega sagðist Bjarni lítið geta tjáð sig um lokun Karls fyrir gangandi umferð. „Þetta er bara í skoðun hjá borginni, hvort hann sé í rétti til þess að gera þetta,“ sagði Bjarni. Og þar við sat.
Reykjavík Skipulag Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Sjá meira