„Á endanum ekki hræddur við að velja Cecilíu“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. ágúst 2019 14:00 Þrátt fyrir að vera nýorðin 16 ára hefur Cecilía leikið 35 keppnisleiki í meistaraflokki. vísir/bára Jón Þór Hauksson valdi Cecilíu Rán Rúnarsdóttir, markvörð Fylkis, í íslenska landsliðshópinn fyrir fyrstu tvo leikina í undankeppni EM 2021. Cecilía kemur inn í hópinn í stað Guðbjargar Gunnarsdóttur sem er barnshafandi. Cecilía er fædd árið 2003 og fagnaði 16 ára afmæli sínu 26. júlí síðastliðinn. Cecilía er ein þriggja markvarða í hópnum. Hinar eru Sandra Sigurðardóttir og Sonný Lára Þráinsdóttir sem eru báðar fæddar 1986 og verða 33 ára síðar á árinu. Jón Þór segir að það sé vissulega áhætta að velja svona ungan markvörð í landsliðshópinn. Hann hefur þó fulla trú á Cecilíu og hefur hrifist af frammistöðu hennar í sumar. Hefur sýnt mikinn þroskaCecilía og stöllur hennar í Fylki eru komnar upp í 5. sæti Pepsi Max-deildar kvenna eftir þrjá sigra í röð.vísir/bára„Auðvitað er maður hikandi við að velja svona ungan markvörð. Engu að síður hefur hún staðið sig mjög vel í Pepsi Max-deildinni í sumar, sýnt mikinn þroska og frábæra þróun,“ sagði Jón Þór í samtali við Vísi. „Á endanum var ég ekki hræddur við að velja hana. En þegar ungir leikmenn koma inn máttu búast við því að frammistaðan verði upp og niður og við getum alveg átt von á því mistök eigi sér stað einhvers staðar á leiðinni. Þegar þú tekur svona unga leikmenn inn þarftu að vera tilbúinn að takast á við það og teljum okkur vera það.“ Cecilía hefur leikið ellefu af tólf leikjum Fylkis í Pepsi Max-deildinni í sumar auk þriggja leikja í Mjólkurbikarnum. Í fyrra lék hún með Aftureldingu/Fram og var valinn besti markvörður Inkasso-deildarinnar. Cecilía hefur leikið 15 leiki fyrir U-17 ára landsliðið og sex leiki fyrir U-16 ára liðið. Cecilía verður í eldlínunni þegar Fylkir tekur á móti Stjörnunni í Pepsi Max-deildinni í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Cloé Lacasse ekki valin í íslenska landsliðið en sextán ára markvörður er í hópnum Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur valið leikmannhóp sinn fyrir fyrstu tvo leiki liðsins í undankeppni EM 2021. 8. ágúst 2019 14:56 Cloé ekki orðin lögleg með íslenska landsliðinu Cloé Lacasse er ekki komin með leikheimild með íslenska landsliðinu frá FIFA. 8. ágúst 2019 15:51 Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Sjá meira
Jón Þór Hauksson valdi Cecilíu Rán Rúnarsdóttir, markvörð Fylkis, í íslenska landsliðshópinn fyrir fyrstu tvo leikina í undankeppni EM 2021. Cecilía kemur inn í hópinn í stað Guðbjargar Gunnarsdóttur sem er barnshafandi. Cecilía er fædd árið 2003 og fagnaði 16 ára afmæli sínu 26. júlí síðastliðinn. Cecilía er ein þriggja markvarða í hópnum. Hinar eru Sandra Sigurðardóttir og Sonný Lára Þráinsdóttir sem eru báðar fæddar 1986 og verða 33 ára síðar á árinu. Jón Þór segir að það sé vissulega áhætta að velja svona ungan markvörð í landsliðshópinn. Hann hefur þó fulla trú á Cecilíu og hefur hrifist af frammistöðu hennar í sumar. Hefur sýnt mikinn þroskaCecilía og stöllur hennar í Fylki eru komnar upp í 5. sæti Pepsi Max-deildar kvenna eftir þrjá sigra í röð.vísir/bára„Auðvitað er maður hikandi við að velja svona ungan markvörð. Engu að síður hefur hún staðið sig mjög vel í Pepsi Max-deildinni í sumar, sýnt mikinn þroska og frábæra þróun,“ sagði Jón Þór í samtali við Vísi. „Á endanum var ég ekki hræddur við að velja hana. En þegar ungir leikmenn koma inn máttu búast við því að frammistaðan verði upp og niður og við getum alveg átt von á því mistök eigi sér stað einhvers staðar á leiðinni. Þegar þú tekur svona unga leikmenn inn þarftu að vera tilbúinn að takast á við það og teljum okkur vera það.“ Cecilía hefur leikið ellefu af tólf leikjum Fylkis í Pepsi Max-deildinni í sumar auk þriggja leikja í Mjólkurbikarnum. Í fyrra lék hún með Aftureldingu/Fram og var valinn besti markvörður Inkasso-deildarinnar. Cecilía hefur leikið 15 leiki fyrir U-17 ára landsliðið og sex leiki fyrir U-16 ára liðið. Cecilía verður í eldlínunni þegar Fylkir tekur á móti Stjörnunni í Pepsi Max-deildinni í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Cloé Lacasse ekki valin í íslenska landsliðið en sextán ára markvörður er í hópnum Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur valið leikmannhóp sinn fyrir fyrstu tvo leiki liðsins í undankeppni EM 2021. 8. ágúst 2019 14:56 Cloé ekki orðin lögleg með íslenska landsliðinu Cloé Lacasse er ekki komin með leikheimild með íslenska landsliðinu frá FIFA. 8. ágúst 2019 15:51 Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Sjá meira
Cloé Lacasse ekki valin í íslenska landsliðið en sextán ára markvörður er í hópnum Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur valið leikmannhóp sinn fyrir fyrstu tvo leiki liðsins í undankeppni EM 2021. 8. ágúst 2019 14:56
Cloé ekki orðin lögleg með íslenska landsliðinu Cloé Lacasse er ekki komin með leikheimild með íslenska landsliðinu frá FIFA. 8. ágúst 2019 15:51