Yfirgnæfandi stuðningur við frekari hömlur á jarðakaup Sighvatur Arnmundsson skrifar 30. júlí 2019 06:00 Vegna jarðakaupa sinna á breski auðkýfingurinn James Ratcliffe til dæmis veiðiréttindi í Hofsá í Vopnafirði. Mynd/Trausti Hafliðason Yfirgnæfandi meirihluti landsmanna vill að stjórnvöld setji frekari skorður við jarðakaupum erlendra aðila á Íslandi. Þetta sýna niðurstöður könnunar sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið og fréttablaðið.is. Af þeim sem taka afstöðu til spurningarinnar segjast 83,6 prósent mjög eða frekar sammála því að settar verði frekari skorður við jarðakaupum erlendra aðila. Rúm ellefu prósent segjast hvorki sammála né ósammála og aðeins rúm fimm prósent eru því ósammála. Ríkisstjórnin setti á fót starfshóp síðasta sumar til að fjalla um málefnið og skilaði hann niðurstöðum í vor. „Í kjölfarið hefur vinnan verið markvissari og eins og ég hef sagt endar það vonandi með frumvarpi eða frumvörpum strax á haustþingi,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.Mynd/FréttablaðiðRáðherrann segir að um nokkuð flókið mál sé að ræða sem geti varðað breytingar á fleiri en einum lögum. Hann segist ekki hafa áhyggjur af því að frekari skorður við kaupum erlendra aðila á jörðum brjóti gegn EES-samningnum. „Við höfum annars vegar fyrirmynd frá Noregi, sem er EES-land, og hins vegar frá Danmörku, sem er í Evrópusambandinu. Þar er gengið miklu, miklu lengra í reglum er varða kaup á landi en við gerum nokkurn tímann.“ Þannig séu Íslendingar svolítil börn þegar kemur að skipulagsmálum og nýtingu lands í samanburði við þá þróun sem átt hafi sér stað annars staðar og hvar Norðurlöndin séu stödd. Sigurður Ingi segir þó að gera verði greinarmun á því hvers konar kaup er um að ræða. „Mér finnst til dæmis augljóst að það sé stórkostlegur munur á því hvort um sé að ræða einstakar fasteignir eða stórar landspildur, hvað þá jarðir eða heilu dalina.“ Þá segir hann vandamál hversu erfitt geti verið að finna upplýsingar um eigendur jarða. „Eignarhald getur verið óljóst vegna þess að jörð getur verið í eigu einhvers félags sem er í eigu einhvers annars. Þess vegna getur verið erfitt að fá yfirsýn yfir það hvaða aðili og hvort einhver einn aðili sé eigandi margra jarða eða hafi mismunandi félög um hverja jörð.“Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.Ekki mældist marktækur munur á afstöðu kynjanna til málsins en íbúar á landsbyggðinni eru líklegri en íbúar höfuðborgarsvæðisins til að vera mjög sammála frekari skorðum við jarðakaupum erlendra aðila. Engu að síður er meirihluti íbúa höfuðborgarsvæðisins mjög sammála frekari skorðum. Eldra fólk er afdráttarlausara í stuðningi sínum við því að settar verði frekari skorður við jarðakaupum erlendra aðila. Þó er mikill meirihluti í öllum aldurshópum á því að setja eigi slíkar skorður. Könnunin var framkvæmd 24. -29. júlí síðastliðinn og var send á tvö þúsund einstaklinga í könnunarhóp Zenter rannsókna. Svarhlutfallið var 51 prósent en gögnin voru vigtuð eftir kyni, aldri og búsetu. Birtist í Fréttablaðinu Jarðakaup útlendinga Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Segir að stýra þurfi því hvernig landið er nýtt Forsætisráðherra segir það stórt hagsmunamál almennings að löggjöf verði hert um jarðarkaup auðmanna á Íslandi 21. júlí 2019 12:30 Segir ótækt að fólk sem vilji hefja búskap skuli vera í samkeppni við auðkýfinga um jarðakaup Jafna þarf samkeppnisstöðu ungra bænda til að geta keypt jarðir hér á landi að mati formanns ungra bænda. Ótækt sé að fólk sem hefja vilji búskap sé í samkeppni við auðkýfinga um kaupin. 18. júlí 2019 14:30 Jarðamál ekki enn þá rædd innan SÍS Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að vafalaust verði jarðamál skoðuð þegar fulltrúar snúa til baka úr sumarfríum. 23. júlí 2019 08:00 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Yfirgnæfandi meirihluti landsmanna vill að stjórnvöld setji frekari skorður við jarðakaupum erlendra aðila á Íslandi. Þetta sýna niðurstöður könnunar sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið og fréttablaðið.is. Af þeim sem taka afstöðu til spurningarinnar segjast 83,6 prósent mjög eða frekar sammála því að settar verði frekari skorður við jarðakaupum erlendra aðila. Rúm ellefu prósent segjast hvorki sammála né ósammála og aðeins rúm fimm prósent eru því ósammála. Ríkisstjórnin setti á fót starfshóp síðasta sumar til að fjalla um málefnið og skilaði hann niðurstöðum í vor. „Í kjölfarið hefur vinnan verið markvissari og eins og ég hef sagt endar það vonandi með frumvarpi eða frumvörpum strax á haustþingi,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.Mynd/FréttablaðiðRáðherrann segir að um nokkuð flókið mál sé að ræða sem geti varðað breytingar á fleiri en einum lögum. Hann segist ekki hafa áhyggjur af því að frekari skorður við kaupum erlendra aðila á jörðum brjóti gegn EES-samningnum. „Við höfum annars vegar fyrirmynd frá Noregi, sem er EES-land, og hins vegar frá Danmörku, sem er í Evrópusambandinu. Þar er gengið miklu, miklu lengra í reglum er varða kaup á landi en við gerum nokkurn tímann.“ Þannig séu Íslendingar svolítil börn þegar kemur að skipulagsmálum og nýtingu lands í samanburði við þá þróun sem átt hafi sér stað annars staðar og hvar Norðurlöndin séu stödd. Sigurður Ingi segir þó að gera verði greinarmun á því hvers konar kaup er um að ræða. „Mér finnst til dæmis augljóst að það sé stórkostlegur munur á því hvort um sé að ræða einstakar fasteignir eða stórar landspildur, hvað þá jarðir eða heilu dalina.“ Þá segir hann vandamál hversu erfitt geti verið að finna upplýsingar um eigendur jarða. „Eignarhald getur verið óljóst vegna þess að jörð getur verið í eigu einhvers félags sem er í eigu einhvers annars. Þess vegna getur verið erfitt að fá yfirsýn yfir það hvaða aðili og hvort einhver einn aðili sé eigandi margra jarða eða hafi mismunandi félög um hverja jörð.“Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.Ekki mældist marktækur munur á afstöðu kynjanna til málsins en íbúar á landsbyggðinni eru líklegri en íbúar höfuðborgarsvæðisins til að vera mjög sammála frekari skorðum við jarðakaupum erlendra aðila. Engu að síður er meirihluti íbúa höfuðborgarsvæðisins mjög sammála frekari skorðum. Eldra fólk er afdráttarlausara í stuðningi sínum við því að settar verði frekari skorður við jarðakaupum erlendra aðila. Þó er mikill meirihluti í öllum aldurshópum á því að setja eigi slíkar skorður. Könnunin var framkvæmd 24. -29. júlí síðastliðinn og var send á tvö þúsund einstaklinga í könnunarhóp Zenter rannsókna. Svarhlutfallið var 51 prósent en gögnin voru vigtuð eftir kyni, aldri og búsetu.
Birtist í Fréttablaðinu Jarðakaup útlendinga Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Segir að stýra þurfi því hvernig landið er nýtt Forsætisráðherra segir það stórt hagsmunamál almennings að löggjöf verði hert um jarðarkaup auðmanna á Íslandi 21. júlí 2019 12:30 Segir ótækt að fólk sem vilji hefja búskap skuli vera í samkeppni við auðkýfinga um jarðakaup Jafna þarf samkeppnisstöðu ungra bænda til að geta keypt jarðir hér á landi að mati formanns ungra bænda. Ótækt sé að fólk sem hefja vilji búskap sé í samkeppni við auðkýfinga um kaupin. 18. júlí 2019 14:30 Jarðamál ekki enn þá rædd innan SÍS Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að vafalaust verði jarðamál skoðuð þegar fulltrúar snúa til baka úr sumarfríum. 23. júlí 2019 08:00 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Segir að stýra þurfi því hvernig landið er nýtt Forsætisráðherra segir það stórt hagsmunamál almennings að löggjöf verði hert um jarðarkaup auðmanna á Íslandi 21. júlí 2019 12:30
Segir ótækt að fólk sem vilji hefja búskap skuli vera í samkeppni við auðkýfinga um jarðakaup Jafna þarf samkeppnisstöðu ungra bænda til að geta keypt jarðir hér á landi að mati formanns ungra bænda. Ótækt sé að fólk sem hefja vilji búskap sé í samkeppni við auðkýfinga um kaupin. 18. júlí 2019 14:30
Jarðamál ekki enn þá rædd innan SÍS Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að vafalaust verði jarðamál skoðuð þegar fulltrúar snúa til baka úr sumarfríum. 23. júlí 2019 08:00