Innlent

Jarðamál ekki enn þá rædd innan SÍS

Kristinn Haukur Guðnason skrifar
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður SÍS.
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður SÍS. Mynd/Fréttablaðið/Pjetur
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að vafalaust verði jarðamál skoðuð þegar fulltrúar snúa til baka úr sumarfríum.„Einstök sveitarfélög hafa örugglega myndað sér skoðanir á nýtingu jarða en Sambandið hefur ekki fjallað um þetta enn þá,“ segir Aldís.Forkaupsréttur sveitarfélaga á jörðum var afnuminn árið 2004. Aldís er sammála forvera sínum, Halldóri Halldórssyni, um að það gæti verið hald í því fyrir sveitarfélögin að fá það ákvæði aftur inn í lögin.Fulltrúar stjórnvalda hafa boðað herta löggjöf um jarðakaup auðmanna. En Haraldur Benediktsson, þingmaður, og fleiri hafa haldið því fram að sveitarfélögin hafi nú þegar þau úrræði til að stýra þróun byggðar og eignarhalds á jörðum.„Það er óumdeilt að sveitarfélögin fara með skipulagsvaldið,“ segir Aldís. „En það er erfitt fyrir sveitarfélögin að hafa þau áhrif sem þau myndu vilja á meðan lagaumhverfið er eins og það er. Ef útlendingur kaupir jörð þá er ekki þar með sagt að ábúð sé ekki með ágætum á henni.“Hún gerir jafnframt ráð fyrir því að ef farið verður í lagabreytingar umfram skipulagsvald sveitarfélaga, þá verði SÍS þátttakandi í þeirri umræðu.Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.