Innlent

„Portrett af áróðursmanni“: Karl gefur út bók um Hannes Hólmstein

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Ritstjóri Herðubreiðar er höfundur bókar um Hannes Hólmstein.
Ritstjóri Herðubreiðar er höfundur bókar um Hannes Hólmstein. Vísir/Stefán
Á haustmánuðum kemur út bókin Hannes – portrett af áróðursmanni sem er eins konar blaðamennskubók um háskólaprófessorinn Hannes Hólmsteinn Gissurarson.Karl Th. Birgisson, ritstjóri Herðubreiðar, er höfundur bókarinnar en Herðubreið fjármagnar útgáfuna. Bókin er ekki skrifuð í samráði við Hannes.„Ég komst mjög fljótlega að þeirri niðurstöðu að það væri ekki endilega gagnlegt. Bókin er byggð á opinberum heimildum og fjölda samtala við samferðamenn. Bókin er vonandi hlutlæg, en ég dreg samt ályktanir af fyrirliggjandi staðreyndum og gögnum,“ segir Karl Th.Karl hefur áður gefið út bókina Hinir ósnertanlegu – saga um auð, völd og spillingu sem fjallar um Engeyingaættina og meðal annars Bjarna Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.Á vefsíðu Herðubreiðar segir Karl um umfjöllunarefni bókarinnar:„Við byrjum á því þegar Sjálfstæðisflokkurinn bjó til stöðu fyrir Hannes í háskólanum, í óþökk skólans sjálfs, sem þýddi eiginlega 30 ára stríð innan félagsvísindadeildar. Svo eru þarna einhverjir ritþjófnaðir, meiðyrðamál, sagan af nokkrum uppáhaldsóvinum Hannesar, menningarbyltingin, þar sem Ríkisútvarpinu, Kvikmyndasjóði og fleiri stofnunum var óspart beitt í þágu vina og vandamanna, og svo mætti áfram telja.“Karl tekur það skýrt fram að ekki sé um að ræða eiginlega ævisögu Hannesar heldur „blaðamennskubók“ eins og tíðkist víða, ekki síst í Bandaríkjunum.Hannes – portrett af áróðursmanni er þrjú hundruð blaðsíðna bók.„Og má ekki minna vera þegar svo mikilvæg persóna á í hlut“.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.