„Portrett af áróðursmanni“: Karl gefur út bók um Hannes Hólmstein Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. júlí 2019 11:39 Ritstjóri Herðubreiðar er höfundur bókar um Hannes Hólmstein. Vísir/Stefán Á haustmánuðum kemur út bókin Hannes – portrett af áróðursmanni sem er eins konar blaðamennskubók um háskólaprófessorinn Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Karl Th. Birgisson, ritstjóri Herðubreiðar, er höfundur bókarinnar en Herðubreið fjármagnar útgáfuna. Bókin er ekki skrifuð í samráði við Hannes. „Ég komst mjög fljótlega að þeirri niðurstöðu að það væri ekki endilega gagnlegt. Bókin er byggð á opinberum heimildum og fjölda samtala við samferðamenn. Bókin er vonandi hlutlæg, en ég dreg samt ályktanir af fyrirliggjandi staðreyndum og gögnum,“ segir Karl Th. Karl hefur áður gefið út bókina Hinir ósnertanlegu – saga um auð, völd og spillingu sem fjallar um Engeyingaættina og meðal annars Bjarna Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.Á vefsíðu Herðubreiðar segir Karl um umfjöllunarefni bókarinnar: „Við byrjum á því þegar Sjálfstæðisflokkurinn bjó til stöðu fyrir Hannes í háskólanum, í óþökk skólans sjálfs, sem þýddi eiginlega 30 ára stríð innan félagsvísindadeildar. Svo eru þarna einhverjir ritþjófnaðir, meiðyrðamál, sagan af nokkrum uppáhaldsóvinum Hannesar, menningarbyltingin, þar sem Ríkisútvarpinu, Kvikmyndasjóði og fleiri stofnunum var óspart beitt í þágu vina og vandamanna, og svo mætti áfram telja.“ Karl tekur það skýrt fram að ekki sé um að ræða eiginlega ævisögu Hannesar heldur „blaðamennskubók“ eins og tíðkist víða, ekki síst í Bandaríkjunum.Hannes – portrett af áróðursmanni er þrjú hundruð blaðsíðna bók. „Og má ekki minna vera þegar svo mikilvæg persóna á í hlut“. Bókmenntir Fjölmiðlar Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Stjórnmálafræðinemar rísa upp gegn Hannesi Hólmsteini Núverandi og fyrrverandi nemendur í stjórnmálafræði við HÍ krefjast þess að Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor kenni ekki skylduáfanga og að bókin hans verði tekin úr umferð. 19. desember 2017 16:30 Hannes Hólmsteinn er einhvers konar styrkjasnillingur Hannes Hólmsteinn fékk styrk frá SI, SÁ og LÍU til eins og sama verkefnisins. 6. mars 2019 10:30 Blendin viðbrögð við skýrslu Hannesar Flestir sem tjá sig um skýrslu Hannesar Hólmsteins efast um hæfi hans gagnvart viðfangsefninu. 26. september 2018 16:42 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
Á haustmánuðum kemur út bókin Hannes – portrett af áróðursmanni sem er eins konar blaðamennskubók um háskólaprófessorinn Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Karl Th. Birgisson, ritstjóri Herðubreiðar, er höfundur bókarinnar en Herðubreið fjármagnar útgáfuna. Bókin er ekki skrifuð í samráði við Hannes. „Ég komst mjög fljótlega að þeirri niðurstöðu að það væri ekki endilega gagnlegt. Bókin er byggð á opinberum heimildum og fjölda samtala við samferðamenn. Bókin er vonandi hlutlæg, en ég dreg samt ályktanir af fyrirliggjandi staðreyndum og gögnum,“ segir Karl Th. Karl hefur áður gefið út bókina Hinir ósnertanlegu – saga um auð, völd og spillingu sem fjallar um Engeyingaættina og meðal annars Bjarna Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.Á vefsíðu Herðubreiðar segir Karl um umfjöllunarefni bókarinnar: „Við byrjum á því þegar Sjálfstæðisflokkurinn bjó til stöðu fyrir Hannes í háskólanum, í óþökk skólans sjálfs, sem þýddi eiginlega 30 ára stríð innan félagsvísindadeildar. Svo eru þarna einhverjir ritþjófnaðir, meiðyrðamál, sagan af nokkrum uppáhaldsóvinum Hannesar, menningarbyltingin, þar sem Ríkisútvarpinu, Kvikmyndasjóði og fleiri stofnunum var óspart beitt í þágu vina og vandamanna, og svo mætti áfram telja.“ Karl tekur það skýrt fram að ekki sé um að ræða eiginlega ævisögu Hannesar heldur „blaðamennskubók“ eins og tíðkist víða, ekki síst í Bandaríkjunum.Hannes – portrett af áróðursmanni er þrjú hundruð blaðsíðna bók. „Og má ekki minna vera þegar svo mikilvæg persóna á í hlut“.
Bókmenntir Fjölmiðlar Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Stjórnmálafræðinemar rísa upp gegn Hannesi Hólmsteini Núverandi og fyrrverandi nemendur í stjórnmálafræði við HÍ krefjast þess að Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor kenni ekki skylduáfanga og að bókin hans verði tekin úr umferð. 19. desember 2017 16:30 Hannes Hólmsteinn er einhvers konar styrkjasnillingur Hannes Hólmsteinn fékk styrk frá SI, SÁ og LÍU til eins og sama verkefnisins. 6. mars 2019 10:30 Blendin viðbrögð við skýrslu Hannesar Flestir sem tjá sig um skýrslu Hannesar Hólmsteins efast um hæfi hans gagnvart viðfangsefninu. 26. september 2018 16:42 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
Stjórnmálafræðinemar rísa upp gegn Hannesi Hólmsteini Núverandi og fyrrverandi nemendur í stjórnmálafræði við HÍ krefjast þess að Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor kenni ekki skylduáfanga og að bókin hans verði tekin úr umferð. 19. desember 2017 16:30
Hannes Hólmsteinn er einhvers konar styrkjasnillingur Hannes Hólmsteinn fékk styrk frá SI, SÁ og LÍU til eins og sama verkefnisins. 6. mars 2019 10:30
Blendin viðbrögð við skýrslu Hannesar Flestir sem tjá sig um skýrslu Hannesar Hólmsteins efast um hæfi hans gagnvart viðfangsefninu. 26. september 2018 16:42