Íslenski boltinn

Fyrsta þrenna Margrétar Láru í tíu ár og tíu mánuði

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Margrét Lára Viðarsdóttir fagnar marki í Pepsi Max deild kvenna í sumar.
Margrét Lára Viðarsdóttir fagnar marki í Pepsi Max deild kvenna í sumar. Vísir/Bára
Valskonan Margrét Lára Viðarsdóttir var á skotskónum í Pepsi Max deild kvenna í gærkvöldi en hún skoraði þá þrjú mörk í 5-1 útisigri Vals á Stjörnunni. Með þessum sigri náðu Valskonur aftur toppsætinu í deildinni.

Margrét Lára var þarna að skora mörk númer 200, 201 og 202 í efstu deild á Íslandi og er aðeins annar Íslendingurinn á eftir Olgu Færseth sem tekst að skora tvö hundruð mörk í efstu deild á Íslandi.

Þetta var líka langþráð þrenna hjá Margréti Láru enda sú fyrsta hjá henni í úrvalsdeild kvenna á Íslandi síðan 13. september 2008. Síðan þá eru liðin tíu ár, tíu mánuðir og sautján dagar.

Margrét Lára skoraði ekki þrennu þegar hún lék í deildinni 2016 og 2017. Hún missti af öllu síðasta tímabili og þetta var fyrsta þrennan hennar í Pepsi Max deildinni í sumar.

Margrét Lára lék síðan sem atvinnumaður í Svíþjóð og Þýskalandi frá 2009 til 2015.

Það þarf því að fara alla leið aftur til leiks á móti Keflavík í lokaumferð úrvalsdeildar kvenna sumarið 2008. Valur var þá orðið Íslandsmeistari þriðja árið í röð og Margrét Lára varð markadrottning fimmta árið í röð. Margrét Lára skoraði 32 mörk í deildinni 2008.

Í þessum 8-0 sigri Vals á Stjörnunni fyrir 3973 dögum þá voru nokkrir núverandi liðsfélagar Margrétar Láru einnig með henni í liði eða þær Dóra María Lárusdóttir, Hallbera Guðný Gísladóttir og Málfríður Erna Sigurðardóttir. Þá lék Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, núverandi Valskona, með Stjörnunni í þeim leik.

Þrennan í gær þýðir jafnframt að Margréti Láru vantar nú aðeins eina þrennu í að hafa náð þrjátíu þrennum í efstu deild á Íslandi.

Hana vantar enn 67 mörk til viðbótar til að ná markametið Olgu Færseth (269 mörk) en það er samt nær ómögulegt fyrir Margréti Láru að ná því meti.

Þrennur Margrétar Láru Viðarsdóttur í efstu deild á Íslandi

2019 - 1

2017 - 0

2016 - 0

2008 - 4

2007 - 7

2006 - 6

2005 - 3

2004 - 4

2003 - 4

2002 - 0

Samtals: 29




Fleiri fréttir

Sjá meira


×