„Það er allt farið“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. júlí 2019 11:06 Gunnar Bergmann Jónsson, framkvæmdastjóri IP-útgerðar, sem er til húsa að Fornubúðum 3. Vísir/Vilhelm Altjón varð í húsnæði útgerðarfyrirtækisins IP-útgerðar, sem var með starfsemi í þeim hluta hússins að Fornubúðum 3 í Hafnarfirði sem brann í nótt. Framkvæmdastjóri IP-útgerðar segir tjónið gríðarlegt fyrir fyrirtækið. Tilkynnt var um eldsvoðann á fjórða tímanum í nótt. Fiskmarkaður Suðurnesja er með starfsemi í einum hluta hússins en virðist hafa sloppið ágætlega úr brunanum.Sjá einnig: Fiskmarkaðurinn virðist hafa sloppið vel en altjón hjá hinum fyrirtækjunum Eldurinn kom upp í hinum hluta hússins, þar sem fyrirtækin IP-útgerð og IC Core eru með starfsemi. Hið fyrrnefnda er útgerðarfyrirtæki, sem gerir út fiskiskip en hefur einnig stundað hrefnuveiðar, og hið síðarnefnda framleiðir matvæli unnin úr sjávarafurðum, að því er fram kemur á heimasíðu fyrirtækisins. „Það er allt farið,“ segir Gunnar Bergmann Jónsson, framkvæmdastjóri IP-útgerðar, í samtali við Vísi. „Það var hringt í mig rétt fyrir sjö og ég er búinn að vera niður frá síðan þá.“ Gunnar segist ekki geta lagt mat á fjárhagslegt tjón af völdum brunans að svo stöddu en ítrekar að orðið hafi altjón. Viktoría Gísladóttir, einn meðeigenda IC Core, vildi ekki tjá sig um málið þegar Vísir náði tali af henni nú á tólfta tímanum.Mikinn svartan reyk lagði frá húsinu í nótt og fram á morgun. Slökkvilið náði þó tökum á eldinum og vinnur að því að slökkva síðustu glæðurnar.Vísir/Jói K.Slökkvilið vinnur nú að því að slökkva í síðustu glæðunum að Fornubúðum 3 en gert er ráð fyrir að slökkvistarf haldi áfram fram eftir degi. Þá er enn lokað fyrir umferð um svæðið en skoðað verður upp úr hádegi hvort starfsmönnum nærliggjandi fyrirtækja verði hleypt til vinnu í dag. Húsið að Fornubúð 3 er í eigu fyrirtækisins Haraldar Jónssonar hf. Haraldur Reynir Jónsson, eigandi fyrirtækisins, var á vettvangi í morgun en baðst undan viðtali við fréttastofu. Haraldur tjáði þó Mbl að tjónið á húsinu hlypi líklega á hundruð milljónum króna. Hér að neðan má sjá viðtal við Guðmund Halldórsson varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu á vettvangi brunans í morgun. Hafnarfjörður Slökkvilið Tengdar fréttir Töldu í fyrstu að mögulega væri manneskja inni í húsinu Mikill eldsmatur er í húsnæðinu og þá hefur gengið ágætlega að bjarga hluta hússins í morgun. 31. júlí 2019 08:31 Fiskmarkaðurinn virðist hafa sloppið vel en altjón hjá hinum fyrirtækjunum Starfsemi Fiskmarkaðs Suðurnesja er ekki í þeim hluta hússins að Fornubúð 3 í Hafnarfirði sem varð eldi að bráð í nótt. 31. júlí 2019 10:10 „Á tímabili vorum við hræddir um að missa allt húsið“ Mikill eldur logar enn í húsnæði Fiskmarkaðs Suðurnesja að Fornubúðum í Hafnarfirði. 31. júlí 2019 07:20 Stórbruni í Hafnarfirði Allt tiltækt slökkvilið hefur verið sent á vettvang. 31. júlí 2019 04:09 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira
Altjón varð í húsnæði útgerðarfyrirtækisins IP-útgerðar, sem var með starfsemi í þeim hluta hússins að Fornubúðum 3 í Hafnarfirði sem brann í nótt. Framkvæmdastjóri IP-útgerðar segir tjónið gríðarlegt fyrir fyrirtækið. Tilkynnt var um eldsvoðann á fjórða tímanum í nótt. Fiskmarkaður Suðurnesja er með starfsemi í einum hluta hússins en virðist hafa sloppið ágætlega úr brunanum.Sjá einnig: Fiskmarkaðurinn virðist hafa sloppið vel en altjón hjá hinum fyrirtækjunum Eldurinn kom upp í hinum hluta hússins, þar sem fyrirtækin IP-útgerð og IC Core eru með starfsemi. Hið fyrrnefnda er útgerðarfyrirtæki, sem gerir út fiskiskip en hefur einnig stundað hrefnuveiðar, og hið síðarnefnda framleiðir matvæli unnin úr sjávarafurðum, að því er fram kemur á heimasíðu fyrirtækisins. „Það er allt farið,“ segir Gunnar Bergmann Jónsson, framkvæmdastjóri IP-útgerðar, í samtali við Vísi. „Það var hringt í mig rétt fyrir sjö og ég er búinn að vera niður frá síðan þá.“ Gunnar segist ekki geta lagt mat á fjárhagslegt tjón af völdum brunans að svo stöddu en ítrekar að orðið hafi altjón. Viktoría Gísladóttir, einn meðeigenda IC Core, vildi ekki tjá sig um málið þegar Vísir náði tali af henni nú á tólfta tímanum.Mikinn svartan reyk lagði frá húsinu í nótt og fram á morgun. Slökkvilið náði þó tökum á eldinum og vinnur að því að slökkva síðustu glæðurnar.Vísir/Jói K.Slökkvilið vinnur nú að því að slökkva í síðustu glæðunum að Fornubúðum 3 en gert er ráð fyrir að slökkvistarf haldi áfram fram eftir degi. Þá er enn lokað fyrir umferð um svæðið en skoðað verður upp úr hádegi hvort starfsmönnum nærliggjandi fyrirtækja verði hleypt til vinnu í dag. Húsið að Fornubúð 3 er í eigu fyrirtækisins Haraldar Jónssonar hf. Haraldur Reynir Jónsson, eigandi fyrirtækisins, var á vettvangi í morgun en baðst undan viðtali við fréttastofu. Haraldur tjáði þó Mbl að tjónið á húsinu hlypi líklega á hundruð milljónum króna. Hér að neðan má sjá viðtal við Guðmund Halldórsson varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu á vettvangi brunans í morgun.
Hafnarfjörður Slökkvilið Tengdar fréttir Töldu í fyrstu að mögulega væri manneskja inni í húsinu Mikill eldsmatur er í húsnæðinu og þá hefur gengið ágætlega að bjarga hluta hússins í morgun. 31. júlí 2019 08:31 Fiskmarkaðurinn virðist hafa sloppið vel en altjón hjá hinum fyrirtækjunum Starfsemi Fiskmarkaðs Suðurnesja er ekki í þeim hluta hússins að Fornubúð 3 í Hafnarfirði sem varð eldi að bráð í nótt. 31. júlí 2019 10:10 „Á tímabili vorum við hræddir um að missa allt húsið“ Mikill eldur logar enn í húsnæði Fiskmarkaðs Suðurnesja að Fornubúðum í Hafnarfirði. 31. júlí 2019 07:20 Stórbruni í Hafnarfirði Allt tiltækt slökkvilið hefur verið sent á vettvang. 31. júlí 2019 04:09 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira
Töldu í fyrstu að mögulega væri manneskja inni í húsinu Mikill eldsmatur er í húsnæðinu og þá hefur gengið ágætlega að bjarga hluta hússins í morgun. 31. júlí 2019 08:31
Fiskmarkaðurinn virðist hafa sloppið vel en altjón hjá hinum fyrirtækjunum Starfsemi Fiskmarkaðs Suðurnesja er ekki í þeim hluta hússins að Fornubúð 3 í Hafnarfirði sem varð eldi að bráð í nótt. 31. júlí 2019 10:10
„Á tímabili vorum við hræddir um að missa allt húsið“ Mikill eldur logar enn í húsnæði Fiskmarkaðs Suðurnesja að Fornubúðum í Hafnarfirði. 31. júlí 2019 07:20