Íslenski boltinn

Sjáðu mörkin sem komu KR í úrslitin

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
KR spilar til bikarúrslita í fótbolta eftir 2-0 sigur á Þór/KA í undanúrslitum Mjólkurbikars kvenna í dag.Ásdís Karen Halldórsdóttir kom heimakonum í KR yfir eftir tæplega klukkutíma leik í Vesturbæ Reykjavíkur.Hin nýsjálenska Betsy Hassett, sem er ný komin til baka eftir HM í fótbolta, bætti svo öðru markinu við undir lokin og tryggði KR sigurinn.KR mætir Selfossi í bikarúrslitunum um miðjan ágúst á Laugardalsvelli.Mörkin sem komu KR-ingum þangað má sjá hér efst í fréttinni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.