Enski boltinn

Andy Carroll að snúa aftur til Newcastle?

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Andy Carroll var iðinn við kolann hjá Newcastle á sínum tíma
Andy Carroll var iðinn við kolann hjá Newcastle á sínum tíma vísir/getty

Englendingurinn stóri og stæðilegi, Andy Carroll, er nú í leit að nýju félagi eftir að hann fékk ekki endurnýjaðan samning hjá enska úrvalsdeildarliðinu West Ham United eftir síðustu leiktíð.

Carroll skoraði ekkert deildarmark á síðustu leiktíð en hann kom við sögu í 12 leikjum West Ham og var í meiðslavandræðum stærstan hluta tímabilsins.

Meiðsli hafa haft mikil áhrif á feril þessa 30 ára gamla sóknarmanns allt frá því hann gekk í raðir Liverpool frá Newcastle fyrir 35 milljónir punda á lokadegi félagaskiptagluggans í janúar 2011.

Enskir fjölmiðlar greina frá því í dag að Newcastle hafi áhuga á að endurnýja kynnin við Carroll en hann skoraði 11 mörk í 19 leikjum í ensku úrvalsdeildinni tímabilið sem hann var keyptur til Liverpool. Alls skoraði Carroll 33 mörk í 91 leik fyrir Newcastle á árunum 2006-2011.

Nokkuð ljóst er að Steve Bruce, nýráðinn stjóri Newcastle, þarf að gera eitthvað í framherjamálum því Salomon Rondon, Ayoze Perez og Joselu eru allir horfnir á braut frá síðustu leiktíð.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.