Innlent

Heitir reitir í Reykja­vík í boði ESB

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Magnús Yngvi og Óskar taka við ávísuninni.
Magnús Yngvi og Óskar taka við ávísuninni. Facebook

Í gær tóku Magnús Yngvi Jósefsson og Óskar J. Sandholt hjá Þjónustu- og nýsköpunarsviði Reykjavíkurborgar við ávísun upp á 15 þúsund evrur til að koma fyrir heitum reitum víðsvegar um borgina.

Það var Francesco Falco, samskiptastjóri INEA (Innovation and Networks Executive Agency) ásamt Michael Mann, sendiherra ESB á Íslandi, sem afhentu ávísunina fyrir hönd Evrópusambandsins.

Setja á upp svokallaða heita reiti víðs vegar um borgina svo að bráðlega mun fólk geta tengst þráðlausu neti víðsvegar í Reykjavík.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.