Fótbolti

Mæta Frökkum fyrir leikinn mikilvæga gegn Lettum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Elín Metta og stöllur hennar í íslenska landsliðinu leika við Frakka áður en þær halda til Lettlands.
Elín Metta og stöllur hennar í íslenska landsliðinu leika við Frakka áður en þær halda til Lettlands. vísir/getty

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mætir því franska í vináttulandsleik 4. október næstkomandi. Leikið verður í Frakklandi en ekki er enn ljóst hvar leikurinn fer fram.

Ísland leikur því tvo leiki í október en þann áttunda mætir liðið Lettlandi í Ríga í þriðja leik sínum í undankeppni EM 2021.

Undankeppnin hefst um þarnæstu mánaðarmót. Ísland mætir Ungverjalandi á 29. ágúst og Slóvakíu 2. september. Báðir leikirnir fara fram á Laugardalsvelli.

Ísland og Frakkland mættust síðast í riðlakeppninni á EM 2017. Frakkar unnu þá 1-0 sigur.

Frakkland er í 4. sæti heimslistans. Frakkar komust í 8-liða úrslit á HM á heimavelli í sumar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.