Fótbolti

Mæta Frökkum fyrir leikinn mikilvæga gegn Lettum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Elín Metta og stöllur hennar í íslenska landsliðinu leika við Frakka áður en þær halda til Lettlands.
Elín Metta og stöllur hennar í íslenska landsliðinu leika við Frakka áður en þær halda til Lettlands. vísir/getty
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mætir því franska í vináttulandsleik 4. október næstkomandi. Leikið verður í Frakklandi en ekki er enn ljóst hvar leikurinn fer fram.

Ísland leikur því tvo leiki í október en þann áttunda mætir liðið Lettlandi í Ríga í þriðja leik sínum í undankeppni EM 2021.

Undankeppnin hefst um þarnæstu mánaðarmót. Ísland mætir Ungverjalandi á 29. ágúst og Slóvakíu 2. september. Báðir leikirnir fara fram á Laugardalsvelli.

Ísland og Frakkland mættust síðast í riðlakeppninni á EM 2017. Frakkar unnu þá 1-0 sigur.

Frakkland er í 4. sæti heimslistans. Frakkar komust í 8-liða úrslit á HM á heimavelli í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×