Ekki stendur til að finna aðra staðsetningu fyrir smáhýsi fyrir heimilislausa Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 22. júlí 2019 20:00 Heiða Björg Hilmarsdóttir borgarfulltrúi Samfylkingarinnar SKJÁSKOT ÚR FRÉTT Ekki stendur til að finna aðra staðsetningu fyrir smáhýsi fyrir heimilislausa sem reisa á milli áfangaheimilis fyrir fíkla á batavegi og AA fundarsala, þrátt fyrir gagnrýnisraddir fyrrum fíkla. Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður velferðarráðs telur staðsetninguna heppilega. Smáhýsi sem Reykjavíkurborg hyggst byggja við Héðinsgötu hafa sætt nokkurri gagnrýni vegna staðsetningar. Smáhýsin eru ætluð heimilislausu fólki en lóðin er staðsett á milli AA fundarsala og áfangaheimilis fyrir fyrrum fíkla sem lokið hafa meðferð. Fyrrverandi fíklar hafa gagnrýnt staðsetninguna og telja beinlínis hættulegt fyrir þá að labba í gegnum smáhýsin þar sem neysla sé heimil.Sjá einnig:„Fyrrverandi fíklar mótmæla staðsetningu smáhýsa fyrir heimilislausa“Sara Hörn Hallgrímsdóttir og Erla Ingibjörg Árnadóttir búa báðar á áfangaheimilinu Draumasetrinu. Þær óttast að Smáhýsunum fylgi of mikil neysla til að geta verið í nálægð við áfangaheimili.Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar segir það misskilning að á svæðinu verði fólk í neyslu enda sé um fjórðungur heimilislausra einstaklinga án vímuefna. Þó geti borgin ekki lofað að í Smáhýsunum verði enginn í neyslu. „Það er akkúrat ekkert sem segir að hér verði einstaklingar í neyslu. Það hefur hvergi komið fram frá Reykjarvíkurborg, alls ekki. Við lofum engu um það og getum lítið gefið upp um það hvaða einstaklingar búa í hvaða húsum,“ sagði Heiða Björg Hilmarsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Í kvöldfrétt Stöðvar2 sem sjá má hér að ofan bendir fréttamaður Heiðu á að fyrir aftan hana sé áfangaheimilið Draumasetrið þar sem fíklar eru á batavegi og að við hliðina á henni sé húsnæði þar sem AA fundir fari fram. Fyrrum fíklar hafi talað um að það sé beinlínis hættulegt fyrir þá að labba í gegnum Smáhýsin á leið sinn á AA fund. Aðspurð hvað Heiða hafi að segja um ummæli fyrrum fíkla segir hún: „Við höfum góða reynslu af því að blanda saman hópum. Við gerum það víða í borginni, sérstaklega miðborginni þar sem flest rýmin okkar eru. Við sjáum það frekar sem kost að það sé stutt á AA fundi þar sem margir af okkar einstaklingum nýta sér þá frábæru þjónustu sem þar er í boði,“ sagði Heiða Björg.Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, telur að hlusta eigi betur á fólkið í kringum Héðinsgötu 8.Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja staðsetninguna illa ígrundaða og að hlusta þurfi á sjónarmið aðila sem vinni í bataferli.Sjá einnig:„Hlusta eigi á raddir þeirra sem mótmæla lóðavali smáhýsa“Heiða segir að hlustað hafi verið á gagnrýnisraddir en telur staðsetninguna þvert á móti heppilega. „Hún er tímabundin og hérna verður eflaust eitthvað annað í framhaldinu en já ég myndi segja að þetta væri nokkuð heppileg staðsetning fyrir þennan hóp,“ sagði Heiða Björg. Borgarstjórn Félagsmál Reykjavík Tengdar fréttir Virkir fíklar vekja ótta við áfangaheimilið Draumasetur Stofnandi Draumasetursins er ósáttur við að búsetuúrræði fyrir heimilislausa rísi við hliðina á áfangaheimilinu. Velferðarsvið Reykjavíkurborgar segir að tekið verði tillit til staðsetningar við úthlutun. 15. júlí 2019 07:30 Hlusta eigi á raddir þeirra sem mótmæla lóðavali smáhýsa Borgarfulltrúar sjálfstæðisflokksins telja að ekki hafi verið nægilega hlustað á raddir þeirra sem telja fyrirhugaða staðsetningu fimm smáhýsa fyrir fólk í neyslu við Héðinsgötu illa ígrundaða. 20. júlí 2019 23:00 Fyrrverandi fíklar mótmæla staðsetningu smáhýsa fyrir heimilislausa Enda séu þau mitt á milli áfangaheimilis og AA fundarsala. Þau segja hættulegt að hafa fólk í neyslu beint fyrir framan dyrnar þeirra. 5. júlí 2019 20:00 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Fleiri fréttir „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum Sjá meira
Ekki stendur til að finna aðra staðsetningu fyrir smáhýsi fyrir heimilislausa sem reisa á milli áfangaheimilis fyrir fíkla á batavegi og AA fundarsala, þrátt fyrir gagnrýnisraddir fyrrum fíkla. Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður velferðarráðs telur staðsetninguna heppilega. Smáhýsi sem Reykjavíkurborg hyggst byggja við Héðinsgötu hafa sætt nokkurri gagnrýni vegna staðsetningar. Smáhýsin eru ætluð heimilislausu fólki en lóðin er staðsett á milli AA fundarsala og áfangaheimilis fyrir fyrrum fíkla sem lokið hafa meðferð. Fyrrverandi fíklar hafa gagnrýnt staðsetninguna og telja beinlínis hættulegt fyrir þá að labba í gegnum smáhýsin þar sem neysla sé heimil.Sjá einnig:„Fyrrverandi fíklar mótmæla staðsetningu smáhýsa fyrir heimilislausa“Sara Hörn Hallgrímsdóttir og Erla Ingibjörg Árnadóttir búa báðar á áfangaheimilinu Draumasetrinu. Þær óttast að Smáhýsunum fylgi of mikil neysla til að geta verið í nálægð við áfangaheimili.Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar segir það misskilning að á svæðinu verði fólk í neyslu enda sé um fjórðungur heimilislausra einstaklinga án vímuefna. Þó geti borgin ekki lofað að í Smáhýsunum verði enginn í neyslu. „Það er akkúrat ekkert sem segir að hér verði einstaklingar í neyslu. Það hefur hvergi komið fram frá Reykjarvíkurborg, alls ekki. Við lofum engu um það og getum lítið gefið upp um það hvaða einstaklingar búa í hvaða húsum,“ sagði Heiða Björg Hilmarsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Í kvöldfrétt Stöðvar2 sem sjá má hér að ofan bendir fréttamaður Heiðu á að fyrir aftan hana sé áfangaheimilið Draumasetrið þar sem fíklar eru á batavegi og að við hliðina á henni sé húsnæði þar sem AA fundir fari fram. Fyrrum fíklar hafi talað um að það sé beinlínis hættulegt fyrir þá að labba í gegnum Smáhýsin á leið sinn á AA fund. Aðspurð hvað Heiða hafi að segja um ummæli fyrrum fíkla segir hún: „Við höfum góða reynslu af því að blanda saman hópum. Við gerum það víða í borginni, sérstaklega miðborginni þar sem flest rýmin okkar eru. Við sjáum það frekar sem kost að það sé stutt á AA fundi þar sem margir af okkar einstaklingum nýta sér þá frábæru þjónustu sem þar er í boði,“ sagði Heiða Björg.Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, telur að hlusta eigi betur á fólkið í kringum Héðinsgötu 8.Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja staðsetninguna illa ígrundaða og að hlusta þurfi á sjónarmið aðila sem vinni í bataferli.Sjá einnig:„Hlusta eigi á raddir þeirra sem mótmæla lóðavali smáhýsa“Heiða segir að hlustað hafi verið á gagnrýnisraddir en telur staðsetninguna þvert á móti heppilega. „Hún er tímabundin og hérna verður eflaust eitthvað annað í framhaldinu en já ég myndi segja að þetta væri nokkuð heppileg staðsetning fyrir þennan hóp,“ sagði Heiða Björg.
Borgarstjórn Félagsmál Reykjavík Tengdar fréttir Virkir fíklar vekja ótta við áfangaheimilið Draumasetur Stofnandi Draumasetursins er ósáttur við að búsetuúrræði fyrir heimilislausa rísi við hliðina á áfangaheimilinu. Velferðarsvið Reykjavíkurborgar segir að tekið verði tillit til staðsetningar við úthlutun. 15. júlí 2019 07:30 Hlusta eigi á raddir þeirra sem mótmæla lóðavali smáhýsa Borgarfulltrúar sjálfstæðisflokksins telja að ekki hafi verið nægilega hlustað á raddir þeirra sem telja fyrirhugaða staðsetningu fimm smáhýsa fyrir fólk í neyslu við Héðinsgötu illa ígrundaða. 20. júlí 2019 23:00 Fyrrverandi fíklar mótmæla staðsetningu smáhýsa fyrir heimilislausa Enda séu þau mitt á milli áfangaheimilis og AA fundarsala. Þau segja hættulegt að hafa fólk í neyslu beint fyrir framan dyrnar þeirra. 5. júlí 2019 20:00 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Fleiri fréttir „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum Sjá meira
Virkir fíklar vekja ótta við áfangaheimilið Draumasetur Stofnandi Draumasetursins er ósáttur við að búsetuúrræði fyrir heimilislausa rísi við hliðina á áfangaheimilinu. Velferðarsvið Reykjavíkurborgar segir að tekið verði tillit til staðsetningar við úthlutun. 15. júlí 2019 07:30
Hlusta eigi á raddir þeirra sem mótmæla lóðavali smáhýsa Borgarfulltrúar sjálfstæðisflokksins telja að ekki hafi verið nægilega hlustað á raddir þeirra sem telja fyrirhugaða staðsetningu fimm smáhýsa fyrir fólk í neyslu við Héðinsgötu illa ígrundaða. 20. júlí 2019 23:00
Fyrrverandi fíklar mótmæla staðsetningu smáhýsa fyrir heimilislausa Enda séu þau mitt á milli áfangaheimilis og AA fundarsala. Þau segja hættulegt að hafa fólk í neyslu beint fyrir framan dyrnar þeirra. 5. júlí 2019 20:00