Ekki stendur til að finna aðra staðsetningu fyrir smáhýsi fyrir heimilislausa Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 22. júlí 2019 20:00 Heiða Björg Hilmarsdóttir borgarfulltrúi Samfylkingarinnar SKJÁSKOT ÚR FRÉTT Ekki stendur til að finna aðra staðsetningu fyrir smáhýsi fyrir heimilislausa sem reisa á milli áfangaheimilis fyrir fíkla á batavegi og AA fundarsala, þrátt fyrir gagnrýnisraddir fyrrum fíkla. Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður velferðarráðs telur staðsetninguna heppilega. Smáhýsi sem Reykjavíkurborg hyggst byggja við Héðinsgötu hafa sætt nokkurri gagnrýni vegna staðsetningar. Smáhýsin eru ætluð heimilislausu fólki en lóðin er staðsett á milli AA fundarsala og áfangaheimilis fyrir fyrrum fíkla sem lokið hafa meðferð. Fyrrverandi fíklar hafa gagnrýnt staðsetninguna og telja beinlínis hættulegt fyrir þá að labba í gegnum smáhýsin þar sem neysla sé heimil.Sjá einnig:„Fyrrverandi fíklar mótmæla staðsetningu smáhýsa fyrir heimilislausa“Sara Hörn Hallgrímsdóttir og Erla Ingibjörg Árnadóttir búa báðar á áfangaheimilinu Draumasetrinu. Þær óttast að Smáhýsunum fylgi of mikil neysla til að geta verið í nálægð við áfangaheimili.Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar segir það misskilning að á svæðinu verði fólk í neyslu enda sé um fjórðungur heimilislausra einstaklinga án vímuefna. Þó geti borgin ekki lofað að í Smáhýsunum verði enginn í neyslu. „Það er akkúrat ekkert sem segir að hér verði einstaklingar í neyslu. Það hefur hvergi komið fram frá Reykjarvíkurborg, alls ekki. Við lofum engu um það og getum lítið gefið upp um það hvaða einstaklingar búa í hvaða húsum,“ sagði Heiða Björg Hilmarsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Í kvöldfrétt Stöðvar2 sem sjá má hér að ofan bendir fréttamaður Heiðu á að fyrir aftan hana sé áfangaheimilið Draumasetrið þar sem fíklar eru á batavegi og að við hliðina á henni sé húsnæði þar sem AA fundir fari fram. Fyrrum fíklar hafi talað um að það sé beinlínis hættulegt fyrir þá að labba í gegnum Smáhýsin á leið sinn á AA fund. Aðspurð hvað Heiða hafi að segja um ummæli fyrrum fíkla segir hún: „Við höfum góða reynslu af því að blanda saman hópum. Við gerum það víða í borginni, sérstaklega miðborginni þar sem flest rýmin okkar eru. Við sjáum það frekar sem kost að það sé stutt á AA fundi þar sem margir af okkar einstaklingum nýta sér þá frábæru þjónustu sem þar er í boði,“ sagði Heiða Björg.Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, telur að hlusta eigi betur á fólkið í kringum Héðinsgötu 8.Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja staðsetninguna illa ígrundaða og að hlusta þurfi á sjónarmið aðila sem vinni í bataferli.Sjá einnig:„Hlusta eigi á raddir þeirra sem mótmæla lóðavali smáhýsa“Heiða segir að hlustað hafi verið á gagnrýnisraddir en telur staðsetninguna þvert á móti heppilega. „Hún er tímabundin og hérna verður eflaust eitthvað annað í framhaldinu en já ég myndi segja að þetta væri nokkuð heppileg staðsetning fyrir þennan hóp,“ sagði Heiða Björg. Borgarstjórn Félagsmál Reykjavík Tengdar fréttir Virkir fíklar vekja ótta við áfangaheimilið Draumasetur Stofnandi Draumasetursins er ósáttur við að búsetuúrræði fyrir heimilislausa rísi við hliðina á áfangaheimilinu. Velferðarsvið Reykjavíkurborgar segir að tekið verði tillit til staðsetningar við úthlutun. 15. júlí 2019 07:30 Hlusta eigi á raddir þeirra sem mótmæla lóðavali smáhýsa Borgarfulltrúar sjálfstæðisflokksins telja að ekki hafi verið nægilega hlustað á raddir þeirra sem telja fyrirhugaða staðsetningu fimm smáhýsa fyrir fólk í neyslu við Héðinsgötu illa ígrundaða. 20. júlí 2019 23:00 Fyrrverandi fíklar mótmæla staðsetningu smáhýsa fyrir heimilislausa Enda séu þau mitt á milli áfangaheimilis og AA fundarsala. Þau segja hættulegt að hafa fólk í neyslu beint fyrir framan dyrnar þeirra. 5. júlí 2019 20:00 Mest lesið Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Sjá meira
Ekki stendur til að finna aðra staðsetningu fyrir smáhýsi fyrir heimilislausa sem reisa á milli áfangaheimilis fyrir fíkla á batavegi og AA fundarsala, þrátt fyrir gagnrýnisraddir fyrrum fíkla. Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður velferðarráðs telur staðsetninguna heppilega. Smáhýsi sem Reykjavíkurborg hyggst byggja við Héðinsgötu hafa sætt nokkurri gagnrýni vegna staðsetningar. Smáhýsin eru ætluð heimilislausu fólki en lóðin er staðsett á milli AA fundarsala og áfangaheimilis fyrir fyrrum fíkla sem lokið hafa meðferð. Fyrrverandi fíklar hafa gagnrýnt staðsetninguna og telja beinlínis hættulegt fyrir þá að labba í gegnum smáhýsin þar sem neysla sé heimil.Sjá einnig:„Fyrrverandi fíklar mótmæla staðsetningu smáhýsa fyrir heimilislausa“Sara Hörn Hallgrímsdóttir og Erla Ingibjörg Árnadóttir búa báðar á áfangaheimilinu Draumasetrinu. Þær óttast að Smáhýsunum fylgi of mikil neysla til að geta verið í nálægð við áfangaheimili.Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar segir það misskilning að á svæðinu verði fólk í neyslu enda sé um fjórðungur heimilislausra einstaklinga án vímuefna. Þó geti borgin ekki lofað að í Smáhýsunum verði enginn í neyslu. „Það er akkúrat ekkert sem segir að hér verði einstaklingar í neyslu. Það hefur hvergi komið fram frá Reykjarvíkurborg, alls ekki. Við lofum engu um það og getum lítið gefið upp um það hvaða einstaklingar búa í hvaða húsum,“ sagði Heiða Björg Hilmarsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Í kvöldfrétt Stöðvar2 sem sjá má hér að ofan bendir fréttamaður Heiðu á að fyrir aftan hana sé áfangaheimilið Draumasetrið þar sem fíklar eru á batavegi og að við hliðina á henni sé húsnæði þar sem AA fundir fari fram. Fyrrum fíklar hafi talað um að það sé beinlínis hættulegt fyrir þá að labba í gegnum Smáhýsin á leið sinn á AA fund. Aðspurð hvað Heiða hafi að segja um ummæli fyrrum fíkla segir hún: „Við höfum góða reynslu af því að blanda saman hópum. Við gerum það víða í borginni, sérstaklega miðborginni þar sem flest rýmin okkar eru. Við sjáum það frekar sem kost að það sé stutt á AA fundi þar sem margir af okkar einstaklingum nýta sér þá frábæru þjónustu sem þar er í boði,“ sagði Heiða Björg.Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, telur að hlusta eigi betur á fólkið í kringum Héðinsgötu 8.Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja staðsetninguna illa ígrundaða og að hlusta þurfi á sjónarmið aðila sem vinni í bataferli.Sjá einnig:„Hlusta eigi á raddir þeirra sem mótmæla lóðavali smáhýsa“Heiða segir að hlustað hafi verið á gagnrýnisraddir en telur staðsetninguna þvert á móti heppilega. „Hún er tímabundin og hérna verður eflaust eitthvað annað í framhaldinu en já ég myndi segja að þetta væri nokkuð heppileg staðsetning fyrir þennan hóp,“ sagði Heiða Björg.
Borgarstjórn Félagsmál Reykjavík Tengdar fréttir Virkir fíklar vekja ótta við áfangaheimilið Draumasetur Stofnandi Draumasetursins er ósáttur við að búsetuúrræði fyrir heimilislausa rísi við hliðina á áfangaheimilinu. Velferðarsvið Reykjavíkurborgar segir að tekið verði tillit til staðsetningar við úthlutun. 15. júlí 2019 07:30 Hlusta eigi á raddir þeirra sem mótmæla lóðavali smáhýsa Borgarfulltrúar sjálfstæðisflokksins telja að ekki hafi verið nægilega hlustað á raddir þeirra sem telja fyrirhugaða staðsetningu fimm smáhýsa fyrir fólk í neyslu við Héðinsgötu illa ígrundaða. 20. júlí 2019 23:00 Fyrrverandi fíklar mótmæla staðsetningu smáhýsa fyrir heimilislausa Enda séu þau mitt á milli áfangaheimilis og AA fundarsala. Þau segja hættulegt að hafa fólk í neyslu beint fyrir framan dyrnar þeirra. 5. júlí 2019 20:00 Mest lesið Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Sjá meira
Virkir fíklar vekja ótta við áfangaheimilið Draumasetur Stofnandi Draumasetursins er ósáttur við að búsetuúrræði fyrir heimilislausa rísi við hliðina á áfangaheimilinu. Velferðarsvið Reykjavíkurborgar segir að tekið verði tillit til staðsetningar við úthlutun. 15. júlí 2019 07:30
Hlusta eigi á raddir þeirra sem mótmæla lóðavali smáhýsa Borgarfulltrúar sjálfstæðisflokksins telja að ekki hafi verið nægilega hlustað á raddir þeirra sem telja fyrirhugaða staðsetningu fimm smáhýsa fyrir fólk í neyslu við Héðinsgötu illa ígrundaða. 20. júlí 2019 23:00
Fyrrverandi fíklar mótmæla staðsetningu smáhýsa fyrir heimilislausa Enda séu þau mitt á milli áfangaheimilis og AA fundarsala. Þau segja hættulegt að hafa fólk í neyslu beint fyrir framan dyrnar þeirra. 5. júlí 2019 20:00