Fótbolti

Suarez búinn að hringa í Griezmann og bjóða hann velkominn en ekki Messi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Griezmann á blaðamannafundinum.
Griezmann á blaðamannafundinum. vísir/getty

Það er rúm vika síðan Antoine Griezmann var tilkynntur sem leikmaður Barcelona en spænsku meistararnir keyptu hann frá Atletico Madrid fyrir 120 milljónir evra.

Heimsmeistarinn Griezmann er nú með Barcelona í Japan þar sem liðið er í æfingaferð og liðið mætir Chelsea í æfingaleik á morgun.

Griezmann segir að fyrsta æfingin hans hafi verið erfið en eftir það hafi hann lært lexíu. Hann á þó eftir að fá símtal frá fyrirliða liðsins, Lionel Messi.

„Sannleikurinn er sá að þetta byrjaði illa því ég var klobbaður tvisvar á minni fyrstu æfingu en sem betur fer lærði ég af því,“ sagði Griezmann á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Chelsea á morgun.

Luis Suarez og Lionel Messi eru ekki með Barcelona í Asíu en þeir voru báðir með þjóðum sínum í Suður-Ameríkukeppninni og eru ekki mætir til æfinga.

„Messi hefur ekki hringt í mig en Suarez er búinn á því. Hann hringdi og óskaði mér til hamingju og bauð mig velkominn,“ sagði Griezmann aðspurður hvort að þeir hefðu boðið Frakkann velkominn.

„Hópurinn hefur tekið vel á móti mér og ég er ánægður að deila búningsherbergi með þeim. Vonandi get ég hjálpað til að þetta fari á besta mögulega veg,“ sagði heimsmeistarinn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.