Sveitarstjóri segir að allir ættu að eiga rétt á bundnu slitlagi Kristján Már Unnarsson skrifar 23. júlí 2019 10:30 Snorri Finnlaugsson, sveitarstjóri Hörgársveitar. Skrifstofa sveitarfélagsins er í Þelamerkurskóla. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Malarvegir í byggðum landsins eiga að heyra til fortíðinni, að mati sveitarstjóra Hörgársveitar, sem kallar eftir stórátaki í lagningu bundins slitlags á sveitavegi. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Yngri kynslóðir landsmanna á þéttbýlissvæðum landsins þekkja varla núorðið hvernig er að búa við mjóa malarvegi, með sínum blindhæðum og beygjum. Það er helst ef farið er út af aðalvegum á ferðalögum um landið yfir sumarið sem borgarbúar kynnast mölinni.Vegurinn í Hörgárdal við bæinn Staðartungu.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Fyrir marga íbúa í sveitum er þetta ennþá fastur hluti tilverunnar, þar sem fólk getur jafnvel ekki hengt út þvott og þarf að hafa glugga íbúðarhúsa vel þétta til að fá ekki þjóðvegarykið inn í hýbýlin. „Vegirnir eru náttúrlega kapituli út af fyrir sig. Við erum ekkert voðalega ánægðir með stöðuna í þeim málum, satt að segja, og höfum verið töluvert grimm við Vegagerðina og framkvæmdavaldið og fjárveitingavaldið með það að við viljum fá vegabætur. Það bara er alveg lífsnauðsynlegt fyrir okkur,“ segir Snorri Finnlaugsson, sveitarstjóri Hörgársveitar.Þjóðvegarykið þyrlast upp við bæinn Skriðu og leggur síðan yfir íbúðarhúsið.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Fyrir áratug var lagt bundið slitlag á fimm kílómetra kafla Hörgárdalsvegar frá Möðruvöllum og fram dalinn, meðal annars framhjá bænum Litla-Dunhaga, og það breytti tilverunni hjá þeim Elsu Ösp Þorvaldsdóttur og Róberti Fanndal Jósavinssyni. „Já, þetta var mikill munur að fá þetta á sínum tíma, man ég var. Man eiginlega ekkert eftir hinu, fannst það svo fáránlegt, það er svo gott að hafa þetta,“ segir Róbert Fanndal.Tilveran breyttist hjá þeim Elsu Ösp og Róberti Fanndal í Litla-Dunhaga þegar þau fengu bundið slitlag.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Krafa sveitarstjórans er að fá bundið slitlag á vegi sveitarinnar. „Já, bara bundið slitlag á vegina hér. Það eiga raunverulega bara allir rétt á því, finnst mér. Við erum bara ekki lengur í þessum malarvegum, það er bara svoleiðis. Og við verðum bara að gera stórátak í þessu,“ segir Snorri Finnlaugsson.Hörgárdalsvegur við Litla-Dunhaga. Bundið slitlag var lagt á fimm kílómetra kafla fyrir áratug.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hörgársveit Samgöngur Tengdar fréttir Bílveikir skólakrakkar hossast um Húnaþing Foreldrar á Vatnsnesi hafa rætt um að senda börnin ekki í skólann vegna lengri ferðatíma og bílveiki á síversnandi þjóðvegi. Ekki til peningar til að lagfæringa, svarar Vegagerðin skólastjóranum. 8. október 2016 07:00 Malarvegirnir hamla eflingu ferðaþjónustu Malarvegir hamla því að ferðaþjónusta geti eflst í Dalasýslu sem mótvægi við samdrætti í landbúnaði, að mati forystumanna í héraðinu. Þar er kallað eftir alvöru byggðastefnu fyrir kosningar. 16. október 2017 20:49 Aka lengst allra á möl en ætíð frestast vegabætur Oddviti Árneshrepps á Ströndum segir það ömurlegt að fá þau skilaboð núna frá ríkisstjórn að enn eigi að fresta samgöngubótum. 8. nóvember 2018 20:30 Sveitafólkið þarf að aka á urð og grjóti eftir sumarið Þingeyingar hrópa á endurbætur veganna um Bárðardal. Stóraukin umferð ferðamanna spæni upp malarvegina, valdi slysahættu, og eftir sitji urð og grjót . 4. júlí 2016 20:30 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Innlent Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Fleiri fréttir Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Sjá meira
Malarvegir í byggðum landsins eiga að heyra til fortíðinni, að mati sveitarstjóra Hörgársveitar, sem kallar eftir stórátaki í lagningu bundins slitlags á sveitavegi. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Yngri kynslóðir landsmanna á þéttbýlissvæðum landsins þekkja varla núorðið hvernig er að búa við mjóa malarvegi, með sínum blindhæðum og beygjum. Það er helst ef farið er út af aðalvegum á ferðalögum um landið yfir sumarið sem borgarbúar kynnast mölinni.Vegurinn í Hörgárdal við bæinn Staðartungu.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Fyrir marga íbúa í sveitum er þetta ennþá fastur hluti tilverunnar, þar sem fólk getur jafnvel ekki hengt út þvott og þarf að hafa glugga íbúðarhúsa vel þétta til að fá ekki þjóðvegarykið inn í hýbýlin. „Vegirnir eru náttúrlega kapituli út af fyrir sig. Við erum ekkert voðalega ánægðir með stöðuna í þeim málum, satt að segja, og höfum verið töluvert grimm við Vegagerðina og framkvæmdavaldið og fjárveitingavaldið með það að við viljum fá vegabætur. Það bara er alveg lífsnauðsynlegt fyrir okkur,“ segir Snorri Finnlaugsson, sveitarstjóri Hörgársveitar.Þjóðvegarykið þyrlast upp við bæinn Skriðu og leggur síðan yfir íbúðarhúsið.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Fyrir áratug var lagt bundið slitlag á fimm kílómetra kafla Hörgárdalsvegar frá Möðruvöllum og fram dalinn, meðal annars framhjá bænum Litla-Dunhaga, og það breytti tilverunni hjá þeim Elsu Ösp Þorvaldsdóttur og Róberti Fanndal Jósavinssyni. „Já, þetta var mikill munur að fá þetta á sínum tíma, man ég var. Man eiginlega ekkert eftir hinu, fannst það svo fáránlegt, það er svo gott að hafa þetta,“ segir Róbert Fanndal.Tilveran breyttist hjá þeim Elsu Ösp og Róberti Fanndal í Litla-Dunhaga þegar þau fengu bundið slitlag.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Krafa sveitarstjórans er að fá bundið slitlag á vegi sveitarinnar. „Já, bara bundið slitlag á vegina hér. Það eiga raunverulega bara allir rétt á því, finnst mér. Við erum bara ekki lengur í þessum malarvegum, það er bara svoleiðis. Og við verðum bara að gera stórátak í þessu,“ segir Snorri Finnlaugsson.Hörgárdalsvegur við Litla-Dunhaga. Bundið slitlag var lagt á fimm kílómetra kafla fyrir áratug.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Hörgársveit Samgöngur Tengdar fréttir Bílveikir skólakrakkar hossast um Húnaþing Foreldrar á Vatnsnesi hafa rætt um að senda börnin ekki í skólann vegna lengri ferðatíma og bílveiki á síversnandi þjóðvegi. Ekki til peningar til að lagfæringa, svarar Vegagerðin skólastjóranum. 8. október 2016 07:00 Malarvegirnir hamla eflingu ferðaþjónustu Malarvegir hamla því að ferðaþjónusta geti eflst í Dalasýslu sem mótvægi við samdrætti í landbúnaði, að mati forystumanna í héraðinu. Þar er kallað eftir alvöru byggðastefnu fyrir kosningar. 16. október 2017 20:49 Aka lengst allra á möl en ætíð frestast vegabætur Oddviti Árneshrepps á Ströndum segir það ömurlegt að fá þau skilaboð núna frá ríkisstjórn að enn eigi að fresta samgöngubótum. 8. nóvember 2018 20:30 Sveitafólkið þarf að aka á urð og grjóti eftir sumarið Þingeyingar hrópa á endurbætur veganna um Bárðardal. Stóraukin umferð ferðamanna spæni upp malarvegina, valdi slysahættu, og eftir sitji urð og grjót . 4. júlí 2016 20:30 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Innlent Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Fleiri fréttir Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Sjá meira
Bílveikir skólakrakkar hossast um Húnaþing Foreldrar á Vatnsnesi hafa rætt um að senda börnin ekki í skólann vegna lengri ferðatíma og bílveiki á síversnandi þjóðvegi. Ekki til peningar til að lagfæringa, svarar Vegagerðin skólastjóranum. 8. október 2016 07:00
Malarvegirnir hamla eflingu ferðaþjónustu Malarvegir hamla því að ferðaþjónusta geti eflst í Dalasýslu sem mótvægi við samdrætti í landbúnaði, að mati forystumanna í héraðinu. Þar er kallað eftir alvöru byggðastefnu fyrir kosningar. 16. október 2017 20:49
Aka lengst allra á möl en ætíð frestast vegabætur Oddviti Árneshrepps á Ströndum segir það ömurlegt að fá þau skilaboð núna frá ríkisstjórn að enn eigi að fresta samgöngubótum. 8. nóvember 2018 20:30
Sveitafólkið þarf að aka á urð og grjóti eftir sumarið Þingeyingar hrópa á endurbætur veganna um Bárðardal. Stóraukin umferð ferðamanna spæni upp malarvegina, valdi slysahættu, og eftir sitji urð og grjót . 4. júlí 2016 20:30
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent