Sveitarstjóri segir að allir ættu að eiga rétt á bundnu slitlagi Kristján Már Unnarsson skrifar 23. júlí 2019 10:30 Snorri Finnlaugsson, sveitarstjóri Hörgársveitar. Skrifstofa sveitarfélagsins er í Þelamerkurskóla. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Malarvegir í byggðum landsins eiga að heyra til fortíðinni, að mati sveitarstjóra Hörgársveitar, sem kallar eftir stórátaki í lagningu bundins slitlags á sveitavegi. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Yngri kynslóðir landsmanna á þéttbýlissvæðum landsins þekkja varla núorðið hvernig er að búa við mjóa malarvegi, með sínum blindhæðum og beygjum. Það er helst ef farið er út af aðalvegum á ferðalögum um landið yfir sumarið sem borgarbúar kynnast mölinni.Vegurinn í Hörgárdal við bæinn Staðartungu.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Fyrir marga íbúa í sveitum er þetta ennþá fastur hluti tilverunnar, þar sem fólk getur jafnvel ekki hengt út þvott og þarf að hafa glugga íbúðarhúsa vel þétta til að fá ekki þjóðvegarykið inn í hýbýlin. „Vegirnir eru náttúrlega kapituli út af fyrir sig. Við erum ekkert voðalega ánægðir með stöðuna í þeim málum, satt að segja, og höfum verið töluvert grimm við Vegagerðina og framkvæmdavaldið og fjárveitingavaldið með það að við viljum fá vegabætur. Það bara er alveg lífsnauðsynlegt fyrir okkur,“ segir Snorri Finnlaugsson, sveitarstjóri Hörgársveitar.Þjóðvegarykið þyrlast upp við bæinn Skriðu og leggur síðan yfir íbúðarhúsið.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Fyrir áratug var lagt bundið slitlag á fimm kílómetra kafla Hörgárdalsvegar frá Möðruvöllum og fram dalinn, meðal annars framhjá bænum Litla-Dunhaga, og það breytti tilverunni hjá þeim Elsu Ösp Þorvaldsdóttur og Róberti Fanndal Jósavinssyni. „Já, þetta var mikill munur að fá þetta á sínum tíma, man ég var. Man eiginlega ekkert eftir hinu, fannst það svo fáránlegt, það er svo gott að hafa þetta,“ segir Róbert Fanndal.Tilveran breyttist hjá þeim Elsu Ösp og Róberti Fanndal í Litla-Dunhaga þegar þau fengu bundið slitlag.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Krafa sveitarstjórans er að fá bundið slitlag á vegi sveitarinnar. „Já, bara bundið slitlag á vegina hér. Það eiga raunverulega bara allir rétt á því, finnst mér. Við erum bara ekki lengur í þessum malarvegum, það er bara svoleiðis. Og við verðum bara að gera stórátak í þessu,“ segir Snorri Finnlaugsson.Hörgárdalsvegur við Litla-Dunhaga. Bundið slitlag var lagt á fimm kílómetra kafla fyrir áratug.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hörgársveit Samgöngur Tengdar fréttir Bílveikir skólakrakkar hossast um Húnaþing Foreldrar á Vatnsnesi hafa rætt um að senda börnin ekki í skólann vegna lengri ferðatíma og bílveiki á síversnandi þjóðvegi. Ekki til peningar til að lagfæringa, svarar Vegagerðin skólastjóranum. 8. október 2016 07:00 Malarvegirnir hamla eflingu ferðaþjónustu Malarvegir hamla því að ferðaþjónusta geti eflst í Dalasýslu sem mótvægi við samdrætti í landbúnaði, að mati forystumanna í héraðinu. Þar er kallað eftir alvöru byggðastefnu fyrir kosningar. 16. október 2017 20:49 Aka lengst allra á möl en ætíð frestast vegabætur Oddviti Árneshrepps á Ströndum segir það ömurlegt að fá þau skilaboð núna frá ríkisstjórn að enn eigi að fresta samgöngubótum. 8. nóvember 2018 20:30 Sveitafólkið þarf að aka á urð og grjóti eftir sumarið Þingeyingar hrópa á endurbætur veganna um Bárðardal. Stóraukin umferð ferðamanna spæni upp malarvegina, valdi slysahættu, og eftir sitji urð og grjót . 4. júlí 2016 20:30 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Sjá meira
Malarvegir í byggðum landsins eiga að heyra til fortíðinni, að mati sveitarstjóra Hörgársveitar, sem kallar eftir stórátaki í lagningu bundins slitlags á sveitavegi. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Yngri kynslóðir landsmanna á þéttbýlissvæðum landsins þekkja varla núorðið hvernig er að búa við mjóa malarvegi, með sínum blindhæðum og beygjum. Það er helst ef farið er út af aðalvegum á ferðalögum um landið yfir sumarið sem borgarbúar kynnast mölinni.Vegurinn í Hörgárdal við bæinn Staðartungu.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Fyrir marga íbúa í sveitum er þetta ennþá fastur hluti tilverunnar, þar sem fólk getur jafnvel ekki hengt út þvott og þarf að hafa glugga íbúðarhúsa vel þétta til að fá ekki þjóðvegarykið inn í hýbýlin. „Vegirnir eru náttúrlega kapituli út af fyrir sig. Við erum ekkert voðalega ánægðir með stöðuna í þeim málum, satt að segja, og höfum verið töluvert grimm við Vegagerðina og framkvæmdavaldið og fjárveitingavaldið með það að við viljum fá vegabætur. Það bara er alveg lífsnauðsynlegt fyrir okkur,“ segir Snorri Finnlaugsson, sveitarstjóri Hörgársveitar.Þjóðvegarykið þyrlast upp við bæinn Skriðu og leggur síðan yfir íbúðarhúsið.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Fyrir áratug var lagt bundið slitlag á fimm kílómetra kafla Hörgárdalsvegar frá Möðruvöllum og fram dalinn, meðal annars framhjá bænum Litla-Dunhaga, og það breytti tilverunni hjá þeim Elsu Ösp Þorvaldsdóttur og Róberti Fanndal Jósavinssyni. „Já, þetta var mikill munur að fá þetta á sínum tíma, man ég var. Man eiginlega ekkert eftir hinu, fannst það svo fáránlegt, það er svo gott að hafa þetta,“ segir Róbert Fanndal.Tilveran breyttist hjá þeim Elsu Ösp og Róberti Fanndal í Litla-Dunhaga þegar þau fengu bundið slitlag.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Krafa sveitarstjórans er að fá bundið slitlag á vegi sveitarinnar. „Já, bara bundið slitlag á vegina hér. Það eiga raunverulega bara allir rétt á því, finnst mér. Við erum bara ekki lengur í þessum malarvegum, það er bara svoleiðis. Og við verðum bara að gera stórátak í þessu,“ segir Snorri Finnlaugsson.Hörgárdalsvegur við Litla-Dunhaga. Bundið slitlag var lagt á fimm kílómetra kafla fyrir áratug.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Hörgársveit Samgöngur Tengdar fréttir Bílveikir skólakrakkar hossast um Húnaþing Foreldrar á Vatnsnesi hafa rætt um að senda börnin ekki í skólann vegna lengri ferðatíma og bílveiki á síversnandi þjóðvegi. Ekki til peningar til að lagfæringa, svarar Vegagerðin skólastjóranum. 8. október 2016 07:00 Malarvegirnir hamla eflingu ferðaþjónustu Malarvegir hamla því að ferðaþjónusta geti eflst í Dalasýslu sem mótvægi við samdrætti í landbúnaði, að mati forystumanna í héraðinu. Þar er kallað eftir alvöru byggðastefnu fyrir kosningar. 16. október 2017 20:49 Aka lengst allra á möl en ætíð frestast vegabætur Oddviti Árneshrepps á Ströndum segir það ömurlegt að fá þau skilaboð núna frá ríkisstjórn að enn eigi að fresta samgöngubótum. 8. nóvember 2018 20:30 Sveitafólkið þarf að aka á urð og grjóti eftir sumarið Þingeyingar hrópa á endurbætur veganna um Bárðardal. Stóraukin umferð ferðamanna spæni upp malarvegina, valdi slysahættu, og eftir sitji urð og grjót . 4. júlí 2016 20:30 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Sjá meira
Bílveikir skólakrakkar hossast um Húnaþing Foreldrar á Vatnsnesi hafa rætt um að senda börnin ekki í skólann vegna lengri ferðatíma og bílveiki á síversnandi þjóðvegi. Ekki til peningar til að lagfæringa, svarar Vegagerðin skólastjóranum. 8. október 2016 07:00
Malarvegirnir hamla eflingu ferðaþjónustu Malarvegir hamla því að ferðaþjónusta geti eflst í Dalasýslu sem mótvægi við samdrætti í landbúnaði, að mati forystumanna í héraðinu. Þar er kallað eftir alvöru byggðastefnu fyrir kosningar. 16. október 2017 20:49
Aka lengst allra á möl en ætíð frestast vegabætur Oddviti Árneshrepps á Ströndum segir það ömurlegt að fá þau skilaboð núna frá ríkisstjórn að enn eigi að fresta samgöngubótum. 8. nóvember 2018 20:30
Sveitafólkið þarf að aka á urð og grjóti eftir sumarið Þingeyingar hrópa á endurbætur veganna um Bárðardal. Stóraukin umferð ferðamanna spæni upp malarvegina, valdi slysahættu, og eftir sitji urð og grjót . 4. júlí 2016 20:30