Fótbolti

Dramatískt jafntefli hjá Heimi og Brynjari í fyrri leiknum gegn Linfield

Anton Ingi Leifsson skrifar
Heimir Guðjónsson er þjálfari HB.
Heimir Guðjónsson er þjálfari HB. vísir/vilhelm
HB frá Færeyjum gerði 2-2 jafntefli við Linfield frá Norður-Írlandi í fyrri leik liðanna í forkeppni Evrópudeildarinnar er liðin mættust í Færeyjum í dag.

Linfield, sem urðu meistarar í Norður-Írlandi, komust yfir strax á fyrstu mínútu leiksins og það sló leikmenn HB aðeins út af laginu.

HB jafnaði þó fyrir hlé með marki Adrian Justinussen úr vítaspyrnu á 37. mínútu og staðan var jöfn, 1-1, er liðin gengu til búningsherbergja.

Önnur vítaspyrna var dæmd á 88. mínútu en hana fengu gestirnir frá Norður-Írlandi. Á punktinn steig Andrew Waterworth og skoraði. Dramatíkinni var þó ekki lokið.

Paetur Petersen náði að jafna metin fyrir HB mínútu síðar eftir undirbúning fyrrum Keflvíkingsins, Símun Samulsen, og lokatölur 2-2.

Staðan er því jöfn fyrir síðari leik liðanna sem fer fram í Norður-Írlandi eftir viku en Heimir Guðjónsson er sem kunnugt þjálfari HB. Brynjar Hlöðversson lék fyrstu 85 mínútur leiksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×