Norður-Kóreumenn hóta frekari kjarnorku- og eldflaugatilraunum Kjartan Kjartansson skrifar 16. júlí 2019 11:32 Trump og Kim á hlutlausa svæðinu 30. júní. Bandaríkjaforseti hefur ausið einræðisherrann lofi undanfarin misseri. Vísir/AP Stjórnvöld í Pjongjang hóta því að þau hafið kjarnorku- og eldflaugatilraunir sínar á nýjan leik hætti Suður-Kórea og Bandaríkin ekki við fyrirhugaða sameiginlega heræfingu í sumar. Lítið er sagt hafa þokast í viðræðum Bandaríkjanna og Norður-Kóreu eftir óvæntan fund Donalds Trump forseta og Kim Jong-un einræðisherra í lok júní. Heræfingar Suður-Kóreu og Bandaríkjanna hafa verið Norður-Kóreu til ama lengi. Stjórnvöld í Pjongjang líta á þær sem undirbúning fyrir innrás í framtíðinni. Nú segir utanríkisráðuneyti Norður-Kóreu að hætti ríkin tvö ekki við æfingu sem er fyrirhuguð í sumar bindi útlagaríkið enda á tuttugu mánaða langt hlé á kjarnorku- og eldflaugatilraunum sínum. Vísar það til loforða Trump forseta um að hætta við slíkar æfingar á tveimur fundum með Kim. „Þar sem Bandaríkin eru einhliða að ganga á bak orða sinna erum við smám saman að missa réttlætingu okkar á því að fylgja eftir skuldbindingum okkar gagnvart Bandaríkjunum líka,“ segir í yfirlýsingunni, að sögn AP-fréttastofunnar. Trump og Kim hafa hist þrisvar undanfarin misseri, nú síðast óvænt á hlutlausa svæðinu á landamærum Norður- og Suður-Kóreu 30. júní. Vöknuðu þá vonir um að gangur kæmist aftur í viðræður ríkjanna um kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu. Lítill árangur hefur orðið af viðræðunum síðan. Norður-Kórea er sögð krefjast þess að viðskiptaþvingunum Bandaríkjanna verði aflétt gegn því að þau heiti því að gefa vopnaáætlun sína að hluta til upp á bátinn. Bandaríkjastjórn krefst þess á móti að Norður-Kórea gangist undir frekari afvopnun áður en refsiaðgerðum verður aflétt. Bandaríkin Norður-Kórea Suður-Kórea Tengdar fréttir Vill hleypa glæðum í viðræður um kjarnorkuafvopnun á ný Á leiðtogafundi Kim Jong-un og Xi Jinping ræddu þeir meðal annars um stöðuna í viðræðum um kjarnorkuafvopnun. 20. júní 2019 16:19 Trump fyrsti forseti Bandaríkjanna sem fer yfir landamærin til Norður-Kóreu Donald Trump Bandaríkjaforseti og Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hittust í dag á hlutlausu landamærasvæði Kóreuríkjanna 30. júní 2019 07:32 Spilling, vannæring og misnotkun daglegt brauð í Norður-Kóreu Íbúar Norður-Kóreu búa við gífurlegan skort og spillingu og þurfa ítrekað að greiða mútur til að lifa af og sleppa við handtökur. Fjórir af hverjum tíu, sem samsvarar rúmum tíu milljónum manna, fá ekki nægan mat og búist er við því að ástandið muni versna á næstunni í kjölfar slæmrar uppskeru. 28. maí 2019 10:44 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Málið er fast“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira
Stjórnvöld í Pjongjang hóta því að þau hafið kjarnorku- og eldflaugatilraunir sínar á nýjan leik hætti Suður-Kórea og Bandaríkin ekki við fyrirhugaða sameiginlega heræfingu í sumar. Lítið er sagt hafa þokast í viðræðum Bandaríkjanna og Norður-Kóreu eftir óvæntan fund Donalds Trump forseta og Kim Jong-un einræðisherra í lok júní. Heræfingar Suður-Kóreu og Bandaríkjanna hafa verið Norður-Kóreu til ama lengi. Stjórnvöld í Pjongjang líta á þær sem undirbúning fyrir innrás í framtíðinni. Nú segir utanríkisráðuneyti Norður-Kóreu að hætti ríkin tvö ekki við æfingu sem er fyrirhuguð í sumar bindi útlagaríkið enda á tuttugu mánaða langt hlé á kjarnorku- og eldflaugatilraunum sínum. Vísar það til loforða Trump forseta um að hætta við slíkar æfingar á tveimur fundum með Kim. „Þar sem Bandaríkin eru einhliða að ganga á bak orða sinna erum við smám saman að missa réttlætingu okkar á því að fylgja eftir skuldbindingum okkar gagnvart Bandaríkjunum líka,“ segir í yfirlýsingunni, að sögn AP-fréttastofunnar. Trump og Kim hafa hist þrisvar undanfarin misseri, nú síðast óvænt á hlutlausa svæðinu á landamærum Norður- og Suður-Kóreu 30. júní. Vöknuðu þá vonir um að gangur kæmist aftur í viðræður ríkjanna um kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu. Lítill árangur hefur orðið af viðræðunum síðan. Norður-Kórea er sögð krefjast þess að viðskiptaþvingunum Bandaríkjanna verði aflétt gegn því að þau heiti því að gefa vopnaáætlun sína að hluta til upp á bátinn. Bandaríkjastjórn krefst þess á móti að Norður-Kórea gangist undir frekari afvopnun áður en refsiaðgerðum verður aflétt.
Bandaríkin Norður-Kórea Suður-Kórea Tengdar fréttir Vill hleypa glæðum í viðræður um kjarnorkuafvopnun á ný Á leiðtogafundi Kim Jong-un og Xi Jinping ræddu þeir meðal annars um stöðuna í viðræðum um kjarnorkuafvopnun. 20. júní 2019 16:19 Trump fyrsti forseti Bandaríkjanna sem fer yfir landamærin til Norður-Kóreu Donald Trump Bandaríkjaforseti og Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hittust í dag á hlutlausu landamærasvæði Kóreuríkjanna 30. júní 2019 07:32 Spilling, vannæring og misnotkun daglegt brauð í Norður-Kóreu Íbúar Norður-Kóreu búa við gífurlegan skort og spillingu og þurfa ítrekað að greiða mútur til að lifa af og sleppa við handtökur. Fjórir af hverjum tíu, sem samsvarar rúmum tíu milljónum manna, fá ekki nægan mat og búist er við því að ástandið muni versna á næstunni í kjölfar slæmrar uppskeru. 28. maí 2019 10:44 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Málið er fast“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira
Vill hleypa glæðum í viðræður um kjarnorkuafvopnun á ný Á leiðtogafundi Kim Jong-un og Xi Jinping ræddu þeir meðal annars um stöðuna í viðræðum um kjarnorkuafvopnun. 20. júní 2019 16:19
Trump fyrsti forseti Bandaríkjanna sem fer yfir landamærin til Norður-Kóreu Donald Trump Bandaríkjaforseti og Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hittust í dag á hlutlausu landamærasvæði Kóreuríkjanna 30. júní 2019 07:32
Spilling, vannæring og misnotkun daglegt brauð í Norður-Kóreu Íbúar Norður-Kóreu búa við gífurlegan skort og spillingu og þurfa ítrekað að greiða mútur til að lifa af og sleppa við handtökur. Fjórir af hverjum tíu, sem samsvarar rúmum tíu milljónum manna, fá ekki nægan mat og búist er við því að ástandið muni versna á næstunni í kjölfar slæmrar uppskeru. 28. maí 2019 10:44