Meðalbiðtími eftir skurðaðgerð rúmir fjórir mánuðir Nadine Guðrún Yaghi skrifar 26. júlí 2019 15:00 Vigdís Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landspítalans. Skjáskot/Stöð 2 Meðalbiðtími eftir skurðaðgerð á Landspítalanum eru 4,3 mánuðir og er það einum og hálfum mánuði lengri bið en viðmið Landlæknis segja til um. Lengst er biðin í liðskipta- og offituaðgerðir eða sex til átta mánuðir. Í vikunni hefur verið fjallað um alvarlegt ástand sem skapast hefur á hjarta- og lungnadeild Landspítalans en það sem af er ári hefur hjartaskurðaðgerðum verið frestað þrjátíu og tvisvar sinnum. Ástæðan er skortur á gjörgæslurýmum og stafar sá skortur aðallega af vöntun á gjörgæsluhjúkrunarfræðingum. Sjúklingar hafa þurft að bíða í hátt í fjörutíu daga eftir aðgerð en það er talsvert lengri tími en öruggt er talið. Ástandið á hjarta- og lungnadeild fer batnandi að sögn Vigdísar Hallgrímsdóttur, framkvæmdastjóra aðgerðasviðs spítalans. Hjúkrunarfræðingar hafa tekið á sig mikla aukavinnu til að bregðast við ástandinu. Í samræmi við tilmæli Landlæknis eiga sjúklingar ekki að bíða lengur en þrjá mánuði eftir aðgerð en langir biðlistar eiga við um fleiri aðgerðir á spítalanum. Meðtalbiðtíminn er lengri en viðmið Landlæknis segja til um, eða 4,3 mánuðir. Vigdís segir að flestar sérgreinar nái þó að veita þjónustu innan viðmiðanna. „En í ákveðnum aðgerðaflokkum hefur það ekki alveg tekist. Þar eru til dæmis liðskiptaaðgerðirnar dæmi, okkur hefur ekki gengið alveg nógu vel þar, og líka offituaðgerðir. Þar bíða sjúklingar kannski upp undir hálft ár eftir því að komast í aðgerð.“ Bið eftir liðskiptaaðgerð eftir að sjúklingur er komin á biðlista sé um 6 til 8 mánuðir. Þá sé biðtími eftir augnsteinaaðgerð vel innan við þrjá mánuðir. Vigdís segir að krabbameinsaðgerðir séu í forgangi. „Biðtíminn þar er svona tvær til fjórar vikur. Þá er oft verið að nýta glugga í meðferð sjúklinga til að taka þá í aðgerð og það hefur gengið vel.“ Vigdís segir að stöðugt sé unnið að því að stytta biðtímann eftir aðgerð. Það þurfi að fjölga hjúkrunarfræðingum, bæði á gjörgæslu og á legudeildunum. „Við höfum þurft að loka plássum á legudeildunum okkar líka og það gerir það að verkum að þessi samhangandi keðja sem skurðaðgerðarferlið er gengur ekki alltaf upp.“ Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Frítt í Strætó um allt land í dag Innlent Fleiri fréttir Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Sjá meira
Meðalbiðtími eftir skurðaðgerð á Landspítalanum eru 4,3 mánuðir og er það einum og hálfum mánuði lengri bið en viðmið Landlæknis segja til um. Lengst er biðin í liðskipta- og offituaðgerðir eða sex til átta mánuðir. Í vikunni hefur verið fjallað um alvarlegt ástand sem skapast hefur á hjarta- og lungnadeild Landspítalans en það sem af er ári hefur hjartaskurðaðgerðum verið frestað þrjátíu og tvisvar sinnum. Ástæðan er skortur á gjörgæslurýmum og stafar sá skortur aðallega af vöntun á gjörgæsluhjúkrunarfræðingum. Sjúklingar hafa þurft að bíða í hátt í fjörutíu daga eftir aðgerð en það er talsvert lengri tími en öruggt er talið. Ástandið á hjarta- og lungnadeild fer batnandi að sögn Vigdísar Hallgrímsdóttur, framkvæmdastjóra aðgerðasviðs spítalans. Hjúkrunarfræðingar hafa tekið á sig mikla aukavinnu til að bregðast við ástandinu. Í samræmi við tilmæli Landlæknis eiga sjúklingar ekki að bíða lengur en þrjá mánuði eftir aðgerð en langir biðlistar eiga við um fleiri aðgerðir á spítalanum. Meðtalbiðtíminn er lengri en viðmið Landlæknis segja til um, eða 4,3 mánuðir. Vigdís segir að flestar sérgreinar nái þó að veita þjónustu innan viðmiðanna. „En í ákveðnum aðgerðaflokkum hefur það ekki alveg tekist. Þar eru til dæmis liðskiptaaðgerðirnar dæmi, okkur hefur ekki gengið alveg nógu vel þar, og líka offituaðgerðir. Þar bíða sjúklingar kannski upp undir hálft ár eftir því að komast í aðgerð.“ Bið eftir liðskiptaaðgerð eftir að sjúklingur er komin á biðlista sé um 6 til 8 mánuðir. Þá sé biðtími eftir augnsteinaaðgerð vel innan við þrjá mánuðir. Vigdís segir að krabbameinsaðgerðir séu í forgangi. „Biðtíminn þar er svona tvær til fjórar vikur. Þá er oft verið að nýta glugga í meðferð sjúklinga til að taka þá í aðgerð og það hefur gengið vel.“ Vigdís segir að stöðugt sé unnið að því að stytta biðtímann eftir aðgerð. Það þurfi að fjölga hjúkrunarfræðingum, bæði á gjörgæslu og á legudeildunum. „Við höfum þurft að loka plássum á legudeildunum okkar líka og það gerir það að verkum að þessi samhangandi keðja sem skurðaðgerðarferlið er gengur ekki alltaf upp.“
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Frítt í Strætó um allt land í dag Innlent Fleiri fréttir Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Sjá meira