Fimmtán ára íslenskur drengur talar við geimfara í dag Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 27. júlí 2019 13:00 Íslenskir skátar eru meðal þeirra 50 þúsund skáta sem taka þátt í mótinu vísir/daníel Fimmtán ára íslenskur drengur fær í dag tækifæri til að tala við geimfara hjá Alþjóðlegu geimstöðinni. Hann var dregin úr hópi fimmtíu þúsund barna sem stödd eru á alheimsmóti skáta. Alheimsmótið er haldið í Vestur-Virginíu í Bandaríkjunum en mótið fer fram á fjögurra ára fresti. „Hér eru saman komin um 50 þúsund ungmenni frá 152 löndum í heiminum á Alheimsmóti skáta til að skemmta sér vímulaust og læra og efla sig fyrst og fremst,“ sagði Ásgeir R Guðjónsson, fararstjóri íslenska skátahópsins. Meðal þess sem skátarnir læra er klifur og sig, en einnig eru þeir fræddir um menningarmun og fjölbreytileika mannsins. Klukkan 18 á íslenskum tíma fá tíu einstaklingar hópsins tækifæri til að spjalla við geimfara sem staddur er í Alþjóðlegu geimstöðinni. „Tíu af einstaklingum mótsins voru dregnir út til að ræða við geimfara sem er uppi í Alþjóðlegu geimstöðinni, en hann er skáti og klukkan 14 í dag á bandarískum tíma eða klukkan 18 á íslenskum tíma ætlar Nasa að tengja saman mótið og geimstöðina og það verður einhvers konar myndbandsspjall þeirra á milli á þeim tímapunkti,“ sagði Ásgeir. Einn af þessum tíu einstaklingum er hinn fimmtán ára Guðjón Ingi Gerlach Jonathansson úr Kópum í Kópavogi. Ásgeir segir hann yfir sig spenntan. Um hvað verður rætt, veistu það? „Það eru bara ungmennin sjálf sem fá að ræða því hvað er umræðuefni hverju sinni, hér er ekkert sett fyrir ungmennin hvernig þau haga sér eða hvað þau segja. Hér er mikið lagt upp úr því að ungmennin sjálf fá að stjórna öllu sem þau gera hér, en hann er gríðarlega spenntur og hefur mjög gaman af þessu það er ekki á hverjum degi sem þú færð að tala við geimfara úr Alþjóðlegu geimstöðinni,“ sagði Ásgeir. Geimurinn Krakkar Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent Fleiri fréttir Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Sjá meira
Fimmtán ára íslenskur drengur fær í dag tækifæri til að tala við geimfara hjá Alþjóðlegu geimstöðinni. Hann var dregin úr hópi fimmtíu þúsund barna sem stödd eru á alheimsmóti skáta. Alheimsmótið er haldið í Vestur-Virginíu í Bandaríkjunum en mótið fer fram á fjögurra ára fresti. „Hér eru saman komin um 50 þúsund ungmenni frá 152 löndum í heiminum á Alheimsmóti skáta til að skemmta sér vímulaust og læra og efla sig fyrst og fremst,“ sagði Ásgeir R Guðjónsson, fararstjóri íslenska skátahópsins. Meðal þess sem skátarnir læra er klifur og sig, en einnig eru þeir fræddir um menningarmun og fjölbreytileika mannsins. Klukkan 18 á íslenskum tíma fá tíu einstaklingar hópsins tækifæri til að spjalla við geimfara sem staddur er í Alþjóðlegu geimstöðinni. „Tíu af einstaklingum mótsins voru dregnir út til að ræða við geimfara sem er uppi í Alþjóðlegu geimstöðinni, en hann er skáti og klukkan 14 í dag á bandarískum tíma eða klukkan 18 á íslenskum tíma ætlar Nasa að tengja saman mótið og geimstöðina og það verður einhvers konar myndbandsspjall þeirra á milli á þeim tímapunkti,“ sagði Ásgeir. Einn af þessum tíu einstaklingum er hinn fimmtán ára Guðjón Ingi Gerlach Jonathansson úr Kópum í Kópavogi. Ásgeir segir hann yfir sig spenntan. Um hvað verður rætt, veistu það? „Það eru bara ungmennin sjálf sem fá að ræða því hvað er umræðuefni hverju sinni, hér er ekkert sett fyrir ungmennin hvernig þau haga sér eða hvað þau segja. Hér er mikið lagt upp úr því að ungmennin sjálf fá að stjórna öllu sem þau gera hér, en hann er gríðarlega spenntur og hefur mjög gaman af þessu það er ekki á hverjum degi sem þú færð að tala við geimfara úr Alþjóðlegu geimstöðinni,“ sagði Ásgeir.
Geimurinn Krakkar Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent Fleiri fréttir Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Sjá meira