Fullyrðir að Bjarni Benediktsson hætti ekki í haust Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 28. júlí 2019 13:00 Friðjón Friðjónsson Miðstjórnarmaður í Sjálfstæðisflokknum segir ummæli fyrrum foringja Sjálfstæðisflokksins um flokkinn vonbrigði. Þá segir hann það af og frá að Bjarni Benediktsson hafi áform um að hætta í haust. Friðjón R. Friðjónsson, miðstjórnarmaður í Sjálfstæðisflokkum og Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar voru gestir Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi í morgun. Þar ræddu þau um strauma og stefnur á hægri væng stjórnmálanna hérlendis í tengslum við þriðja orkupakkann. Friðsjón segir þetta ekki í fyrsta sinn sem átök og klofning má sjá í Sjálfstæðisflokknum, sem alltaf hafi staðið slík átök af sér. Þá segir hann ummæli fyrrum foringja Sjálfstæðisflokksins vonbrigði. „Mér finnst það mjög leitt að gamlir foringjar Sjálfstæðisflokksins hafa tekið undir þessi sjónarmið og séu komnir þangað því Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf stært sig af því að vera alþjóðasinnaður flokkur sem vill standa í alþjóðasamstarfi,“ sagði Friðjón R. Friðjónsson, miðstjórnarmaður í Sjálfstæðisflokknum. Hanna segir stöðu Sjálfstæðisflokksins ekki einsdæmi. „Staðan hér og þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er svolítið í miðri hringiðjunni er ekki einsdæmi. Þetta er að gerast úti um allt í kringum okkur. Fyrir ekkert svo löngu var talað um að frjálslyndið væri dautt en staðreyndin virðist vera sú að þeir straumar sem eru mest undir árás núna er íhaldssemin,“ sagði Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar. Þá segir Friðjón það spuna að Bjarni Benediktsson sé að hætta. „Ég ætla að fullyrða það að Bjarni Benediktsson sé ekki að hætta í haust sem formaður Sjálfstæðisflokksins eða í pólitík. Það kæmi mér bara gríðarlega á óvart. Hann á enn erindi og það er margt að gera í þessari ríkisstjórn og hann er klárlega ekki að fara að gefast upp fyrir þessum látum og þessum áróðri sem kemur úr þessum ranni,“ sagði Friðjón. Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Sprengisandur Tengdar fréttir Davíð taldi Bjarna áhugasamari um laxveiði en stjórnun landsins Helgi Magnússon vorkennir Sjálfstæðismönnum að sitja uppi með Steingrím J. Sigfússon. 25. febrúar 2019 11:29 Ögurstund í sögu Sjálfstæðisflokksins að renna upp Sumarið notað til að þétta raðirnar og/eða ala á æsingi. 12. júlí 2019 14:30 Fréttaskýring: Gamlir foringjar pönkast í forystunni Davíð Oddsson heldur áfram að hamast í forystu flokksins. 19. júní 2019 12:58 Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fleiri fréttir Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Sjá meira
Miðstjórnarmaður í Sjálfstæðisflokknum segir ummæli fyrrum foringja Sjálfstæðisflokksins um flokkinn vonbrigði. Þá segir hann það af og frá að Bjarni Benediktsson hafi áform um að hætta í haust. Friðjón R. Friðjónsson, miðstjórnarmaður í Sjálfstæðisflokkum og Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar voru gestir Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi í morgun. Þar ræddu þau um strauma og stefnur á hægri væng stjórnmálanna hérlendis í tengslum við þriðja orkupakkann. Friðsjón segir þetta ekki í fyrsta sinn sem átök og klofning má sjá í Sjálfstæðisflokknum, sem alltaf hafi staðið slík átök af sér. Þá segir hann ummæli fyrrum foringja Sjálfstæðisflokksins vonbrigði. „Mér finnst það mjög leitt að gamlir foringjar Sjálfstæðisflokksins hafa tekið undir þessi sjónarmið og séu komnir þangað því Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf stært sig af því að vera alþjóðasinnaður flokkur sem vill standa í alþjóðasamstarfi,“ sagði Friðjón R. Friðjónsson, miðstjórnarmaður í Sjálfstæðisflokknum. Hanna segir stöðu Sjálfstæðisflokksins ekki einsdæmi. „Staðan hér og þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er svolítið í miðri hringiðjunni er ekki einsdæmi. Þetta er að gerast úti um allt í kringum okkur. Fyrir ekkert svo löngu var talað um að frjálslyndið væri dautt en staðreyndin virðist vera sú að þeir straumar sem eru mest undir árás núna er íhaldssemin,“ sagði Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar. Þá segir Friðjón það spuna að Bjarni Benediktsson sé að hætta. „Ég ætla að fullyrða það að Bjarni Benediktsson sé ekki að hætta í haust sem formaður Sjálfstæðisflokksins eða í pólitík. Það kæmi mér bara gríðarlega á óvart. Hann á enn erindi og það er margt að gera í þessari ríkisstjórn og hann er klárlega ekki að fara að gefast upp fyrir þessum látum og þessum áróðri sem kemur úr þessum ranni,“ sagði Friðjón.
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Sprengisandur Tengdar fréttir Davíð taldi Bjarna áhugasamari um laxveiði en stjórnun landsins Helgi Magnússon vorkennir Sjálfstæðismönnum að sitja uppi með Steingrím J. Sigfússon. 25. febrúar 2019 11:29 Ögurstund í sögu Sjálfstæðisflokksins að renna upp Sumarið notað til að þétta raðirnar og/eða ala á æsingi. 12. júlí 2019 14:30 Fréttaskýring: Gamlir foringjar pönkast í forystunni Davíð Oddsson heldur áfram að hamast í forystu flokksins. 19. júní 2019 12:58 Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fleiri fréttir Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Sjá meira
Davíð taldi Bjarna áhugasamari um laxveiði en stjórnun landsins Helgi Magnússon vorkennir Sjálfstæðismönnum að sitja uppi með Steingrím J. Sigfússon. 25. febrúar 2019 11:29
Ögurstund í sögu Sjálfstæðisflokksins að renna upp Sumarið notað til að þétta raðirnar og/eða ala á æsingi. 12. júlí 2019 14:30
Fréttaskýring: Gamlir foringjar pönkast í forystunni Davíð Oddsson heldur áfram að hamast í forystu flokksins. 19. júní 2019 12:58