Fótbolti

CSKA vann Moskvu-slaginn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hörður Björgvin í leiknum í dag.
Hörður Björgvin í leiknum í dag. vísir/getty
CSKA Moskva vann sinn annan leik í röð í rússnesku úrvalsdeildinni þegar liðið lagði Lokomotiv Moskvu að velli, 1-0, í dag.

Fyodor Chalov, markakóngur rússnesku deildarinnar á síðasta tímabili, skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu þegar þrjár mínútur voru til hálfleiks.

Arnór Sigurðsson og Hörður Björgvin Magnússon voru báðir í byrjunarliði CSKA Moskvu og léku allan leikinn.

CSKA Moskva er í 5. sæti deildarinnar með sex stig eftir þrjár umferðir.

Arnór og Hörður Björgvin eru báðir á sínu öðru tímabili með CSKA Moskvu. Á síðasta tímabili endaði liðið í 4. sæti og vann sér þátttökurétt í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×