Erlent

Lést á leið sinni að „töfrarútunni“

Sylvía Hall skrifar
Rútan er sögufræg fyrir þær sakir að ævintýramaðurinn Christopher McCandless dvaldi sumarlangt í rútunni árið 1992.
Rútan er sögufræg fyrir þær sakir að ævintýramaðurinn Christopher McCandless dvaldi sumarlangt í rútunni árið 1992. Vísir/Getty
Nýgift hjón á ferðalagi um Alaska freistuðu þess að skoða yfirgefna rútu í óbyggðum Healy. Rútan sem um ræðir er sögufræg fyrir þær sakir að ævintýramaðurinn Christopher McCandless dvaldi sumarlangt í rútunni árið 1992.

Hjónin, hin 24 ára gömlu Piotr Markielau og Veramika Maikamava, höfðu verið gift í tæpan mánuð og ákváðu að ferðast til Alaska til þess að sjá rútuna. Þegar þau reyndu að fara yfir Teklanika ánna rann Veramika og hvarf undir vatnsborðið.

Piotr náði að draga eiginkonu sína á land en hún var þegar látin þegar hann náði til hennar. Lögregla rannsakar nú tildrög slyssins.

Rútan, sem oft er kölluð „töfrarútan“, leikur stórt hlutverk í bók Jon Krakauer sem og í kvikmynd um líf ævintýramannsins Christopher McCandless. Kvikmyndin, Into The Wild, kom út árið 2007 í leikstjórn Sean Penn og sagði sögu McCandless sem lést árið 1992 aðeins 24 ára gamall.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×