Fótbolti

Cristiano Ronaldo er nýr nágranni Conor McGregor

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cristiano Ronaldo og Conor McGregor á góðri stundu.
Cristiano Ronaldo og Conor McGregor á góðri stundu. Getty/Denise Truscello
Knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo hefur heldur betur efni á því að kaupa sér lúxus einbýlishús og villur enda búinn að vinna sér margar milljónirnar á farsælum ferli.

Ronaldo á nokkrar flotta eignar víðs vegar um heiminn og sú nýjasta er á Marbella á suður Spáni.

Ronaldo keypti þar 1,3 milljón punda stórhýsi sem kostaði hann þar með 193 milljónir íslenskra króna.

Cristiano Ronaldo er búinn að kaupa nýtískulegt hús sem er búið allri helstu tækni í boði.



Húsið er staðsett í The Heights hverfinu sem er við hlið La Resina golfvallarsvæðsins. Í húsinu er meðal annars lyftingasalur, kvikmyndasalur og sundlaug.

Gluggarnir eru risastórir frá gólfi upp í þak og bjóða upp á útsýni yfir Miðjarðarhafið. Þarna er allt til sem milljarðamæringur getur óskað sér.

Stærsta íþróttafréttin er kannski sú að Cristiano Ronaldo og Conor McGregor eru núna orðnir nágrannar. Þeir þekkjast líka vel enda hafa þeir æft saman. McGregor mælti kannski með því við Portúgalann að kaupa hús á þessum stað.

Húsnæði Cristiano Ronaldo um heiminn eru nú metnar á 27 milljónir punda eða yfir fjóra milljarða íslenskra króna.

Forbes metur Cristiano Ronaldo og allar eignir hans á alls 365 milljónir punda eða meira 54 milljarða króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×