Fótbolti

Megan Rapinoe horfði beint í myndavélina og talaði til Trump

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Megan Rapinoe kom heim af HM hlaðin verðlaunum en hún er ekki hætt að tala til Donald Trump.
Megan Rapinoe kom heim af HM hlaðin verðlaunum en hún er ekki hætt að tala til Donald Trump. Getty/Baptiste Fernandez
Megan Rapinoe mætti í sjónvarpsviðtal hjá CNN og fékk tækifæri til að tala beint til Donald Trump Bandaríkjaforseta og hún greip það tækifæri með báðum höndum.

Rapinoe átti magnað heimsmeistaramót þar sem hún var ekki aðeins heimsmeistari með bandaríska landsliðinu, heldur einnig markadrottning og besti leikmaður keppninnar.

Rapinoe skoraði fyrra mark bandaríska landsliðsins í úrslitaleiknum á móti Hollandi en gerði einnig tvennur á móti bæði Frökkum og Spánverjum í útsláttarkeppninni.

Rapinoe og félagar hennar í landsliðinu eru nú komnar heim til Bandaríkjanna og áhugi fjölmiðla er mikill á nýkrýndum heimsmeisturum. Ekki síst á Megan Rapinoe sem er óhrædd við að segja skoðun sína og tala fyrir hönd minnihlutahópa í Bandaríkjunum.

Þegar Anderson Cooper, fréttamaður CNN, fékk Megan Rapinoe í viðtal þá spurði hana hvað hún myndi segja við Donald Trump Bandaríkjaforseta ef hún vissi að hann væri að horfa.

Rapinoe tók sér smá tíma til að hugsa en svo byrjaði hún á ræðu sem má sjá hér fyrir neðan.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.