Innlent

Loka aðkomu að Sauðleysuvatni vegna slæms ástands vegar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Lokað hefur verið fyrir aðkomu að Sauðleysuvatni innan Friðlands að Fjallabaki á grundvelli náttúruverndarlaga. Umhverfisstofnun tók þessa ákvörðun þann 28. júní síðastliðinn vegna slæms ástands vegarins sem hefur grafist niður í leysingum. Ekið hefur verið utan hans með tilheyrandi raski.

Í framhaldi af þeirri lokun hefur Umhverfisstofnun ákveðið á grundvelli vegalaga að banna umferð vélknúinna ökutækja um veginn um óákveðinn tíma þar til hægt verður að koma í veg fyrir frekari skemmdir. Stofnunin mun endurmeta ráðstafanir á svæðinu eigi síðar en 1. október.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.