Innlent

Íslenskur ferðamaður sagður hafa látist á Indlandi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá bænum Manali á Indlandi.
Frá bænum Manali á Indlandi. Wikicommons
Indverskur fjölmiðill greinir frá því að íslenskur karlmaður á sjötugsaldri hafi fundist látinn á gistiheimili í bænum Manali á Indlandi í gær. Samkvæmt frétt miðilsins var maðurinn ferðamaður á Indlandi.Lögregla í bænum segist ómeðvituð um dánarorsök en ekkert virðist benda til þess að dauða mannsins hafi borið að með saknæmum hætti. Hann hafði dvalið á gistiheimilinu í tæpar tvær vikur.Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir að ráðuneytinu sé kunnugt um málið og samskipti séu á milli íslenskra og indverskra stjórnvalda vegna þess.Athugasemd ritstjórnar: Indverski fjölmiðillinn nafngreinir manninn og af þeim sökum vísar Vísir ekki beint á miðilinn af virðingu við aðstandendur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.