Innlent

Íslenskur ferðamaður sagður hafa látist á Indlandi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá bænum Manali á Indlandi.
Frá bænum Manali á Indlandi. Wikicommons

Indverskur fjölmiðill greinir frá því að íslenskur karlmaður á sjötugsaldri hafi fundist látinn á gistiheimili í bænum Manali á Indlandi í gær. Samkvæmt frétt miðilsins var maðurinn ferðamaður á Indlandi.

Lögregla í bænum segist ómeðvituð um dánarorsök en ekkert virðist benda til þess að dauða mannsins hafi borið að með saknæmum hætti. Hann hafði dvalið á gistiheimilinu í tæpar tvær vikur.

Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir að ráðuneytinu sé kunnugt um málið og samskipti séu á milli íslenskra og indverskra stjórnvalda vegna þess.

Athugasemd ritstjórnar: Indverski fjölmiðillinn nafngreinir manninn og af þeim sökum vísar Vísir ekki beint á miðilinn af virðingu við aðstandendur.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.