Fótbolti

Fyrrum lærisveinn Heimis klúðraði vítaspyrnu og Alsír komið í undanúrslitin

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leik kvöldsins.
Úr leik kvöldsins. vísir/getty

Alsír er komið í undanúrslitin í Afríkukeppninni eftir að hafa sigrað Fílabeinsströndina í vítaspyrnukeppni í átta liða úrslitunum í kvöld.

Sofiane Feghouli, fyrrum leikmaður West Ham og núverandi leikmaður Galatasaray, skoraði fyrsta markið á sjöundu mínútu er hann kom Alsír yfir.

Alsír fékk svo frábært tækifæri til að tvöfalda forystuna á 48. mínútu er Baghdad Bounedjah fór á vítapunktinn. Honum brást hins vegar bogalistinn og leikurinn galopinn.

Á 62. mínútu var það svo samherji Birkis Bjarnasonar hjá Aston Villa sem jafnaði metin fyrir Fílabeinsströndina en Jonathan Kodjia skoraði markið.

Staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma og þegar framlengingunni var lokið höfðu liðin ekki skorað annað mark. Því réðust úrslitin í vítaspyrnukeppni.

Wilfried Bony, sem var á láni hjá Heimi Hallgrímssyni í Katar á síðustu leiktíð, og Geoffroy Serey Die klúðruðu vítaspyrnum fyrir Fílabeinsströndina en Alsír klúðraði einungis einni.

Alsír er því komið í undanúrslitin en í undanúrslitunum mæta þeir Nígeríu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.