Fótbolti

Barcelona búið að borga uppsett verð fyrir Griezman

Anton Ingi Leifsson skrifar
Griezmann leitar sér að liði.
Griezmann leitar sér að liði. vísir/getty
Barcelona er búið að borga Atletico Madrid þann pening sem það kostar að leysa Antoine Griezmann frá félaginu en franski miðillinn L'Equipe greinir frá þesu.

Franski landsliðsmaðurinn sagði í byrjun sumars að nú vildi hann breyta til og staðfesti að hann myndi yfirgefa Atletico. Þar hefur hann leikið síðan 2014 en áður lék hann með Real Sociedad.

Þegar 1. júlí gekk í garð þá lækkaði klásúlan í samningi Griezmann um að hann gæti yfirgefið félagið. Klásúlan fór úr 200 milljónum evra niður í 120 milljónir evra og segir franski miðillinn að Börsungar séu búnir að borga þá upphæð.

Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð Griezmann en sögusagnir voru um að Neymar myndi fara til Barcelona og því myndi hinn franski Griezmann fara til heimalandsins. Þar myndi hann ganga í raðir PSG.

Svo virðist ekki vera og lang líklegasti áfangastaður Griezmann eru spænsku meistararnir í Barcelona en líklegt má telja að hann verði tilkynntur þar í vikunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×