Fótbolti

Frönsku meistarararnir snúa sér aftur að samherja Gylfa

Anton Ingi Leifsson skrifar
Idrissa Gueye og Gylfi fagna marki.
Idrissa Gueye og Gylfi fagna marki. vísir/getty

Idrissa Gana Gueye, miðjumaður Everton, var oft á tíðum orðaður við frönsku meistarana í PSG í janúar-glugganum og nú eru þær sögusagnir komnar aftur á kreik.

Franski miðillinn, L'Equipe, greinir frá þessu, og þeir segja að franska liðið hafi nú þegar lagt fram tilboð í miðjumanninn öfluga.

Talið er að franska stórliðið hafi lagt fram 30 milljóna evra tilboð í samherja Gylfa Sigurðssonar hjá Everton og eru viðræður taldar standa yfir milli félaganna.

Gueye er nú með Senegal í Afríkukeppninni en liðið er komið í undanúrslitin. Gueye gerði einmitt sigurmark Senegal gegn Benín í gær en það er ekki oft sem hann er á skotskónum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.