Innlent

Þarf að sleppa stórlaxi til að geta veitt stórlax

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Guðni Guðbergsson, fiskifræðingur og sviðsstjóri hjá Hafrannsóknastofnun.
Guðni Guðbergsson, fiskifræðingur og sviðsstjóri hjá Hafrannsóknastofnun. Fréttablaðið/Anton Brink
Guðni Guðbergsson, fiskifræðingur og sviðsstjóri hjá Hafrannsóknastofnun, segir að stórlaxi sé nú að fjölga í íslenskum ám.

„Við eigum eftir að geta betur skoðað ástæður þess en kenning mín eða tilfinning er sú að veiðihlutfallið á stórlaxi hafi verið of hátt og að það að draga úr því með því að veiða og sleppa hafi orðið til þess að sá hluti stofnsins fari vaxandi núna,“ segir fiskifræðingurinn Guðni.

Þannig að ef menn vilja að hægt sé að veiða meira af stórlaxi eiga þeir að sleppa honum þegar þeir veiða hann.

Það ræðst að sögn Guðna á einu geni í laxinum hvort hann verður stórlax, eða með öðrum orðum lax sem dvelur tvö ár í sjó eftir að hann gengur sem seiði úr ánum.

„Það hefur orðið vart við meira af íslenskum laxi í sýnum fyrir vestan Grænland núna heldur en hefur sést í mörg, mörg ár. Þangað fer stórlaxinn,“ útskýrir Guðni enn fremur.

„Tjáningin á geninu er öðru vísi hjá hængum heldur en hjá hrygnum,“ heldur Guðni áfram og bætir svo við:

„Þess vegna er alltaf stærri hluti af tveggja ára laxinum hrygnur og stærri hluti af smálöxunum eru hængar.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×