Innlent

Hjólaþjófar óhræddir við að fara inn í hjólageymslur

Andri Eysteinsson skrifar
Þjófarnir virðast óhræddir við að klippa á lása.
Þjófarnir virðast óhræddir við að klippa á lása. Getty/Andia

Reiðhjólaþjófnaður hefur verið í umræðunni undanfarið en greint var frá því fyrr í mánuðinum að 245 hjólum hafi verið stolið það sem af er ári.

Lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu birti í dag færslu á Facebook síðu sinni þar sem minnt er á Pinterest síðu lögreglunnar þar sem finna má upplýsingar um reiðhjól í óskilum.

Í færslunni segir að þjófarnir séu bíræfnir mjög, þeir veigri sér ekki við því að klippa á lása eða fara inn í hjólageymslur. Líklegt sé að þjófarnir steli hjólunum með það að markmiði að selja þau og því ætti að tilkynna hjólaþjófnað um leið. Þá sé einnig mikilvægt að fólk tilkynni til lögreglu ef það grunar að hjól sem það hefur áhuga á að kaupa sé illa fengið.

Í mánaðarskýrslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem síðast var gefin út fyrir maí mánuð kemur fram að tilkynningum um hjólaþjófnað fjölgaði um 20 milli apríl og maí en um átta á milli ára. Það er þrátt fyrir að tilkynningum um þjófnaði á árinu hafi fækkað um 13% frá meðalfjölda sama tímabils síðustu þriggja ára.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.