Tyrkir setja upp rússneskt varnarkerfi þrátt fyrir hótanir Bandaríkjanna Eiður Þór Árnason skrifar 12. júlí 2019 12:41 Rússneska þotan sem er sögð hafa flutt umrædda sendingu. Bandaríkin krefjast þess að bandarísku F-35 þoturnar fái ekki að standa nálægt nýja eldflaugavarnarkerfinu. Vísir/AP Tyrkland tók í dag á móti fyrsta hluta rússnesks eldflaugavarnarkerfis sem það áætlar að setja upp innan landamæra sinna, þvert á vilja Bandaríkjamanna. Sendingin, sem lenti á herflugstöð nálægt höfuðborginni Ankara, er sögð innihalda fyrsta hlutann af rússnesku S-400 eldflaugavarnarkerfi sem stjórnvöld í Tyrklandi hafa fest kaup á. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá tyrkneska varnarmálaráðuneytinu. Bandarísk yfirvöld hafa áður varað við því að þau gætu gripið til efnahagsþvingana gagnvart ríkinu ef kaupin á rússneska kerfinu færu fram. Samband Tyrklands við Bandaríkin og Evrópuríki hefur stirðnað að undanförnu, jafnt sem landið hefur aukið tengsl sín við Rússland á sviði varnarmála. Ásamt því að hafa fest kaup á umræddu eldflaugavarnarkerfi hafa Tyrkir einnig sent hluta af herafla sínum til þjálfunar í Rússlandi. Tyrkland er meðlimur í Atlantshafsbandalaginu NATO og náinn bandamaður Bandaríkjamanna. Yfirvöld í Tyrklandi hafa áður fest kaup á hundrað bandarískum F-35 herþotum, og hafa bandarísk yfirvöld gefið út að Tyrkland geti ekki bæði búið yfir bandarísku þotunum og rússneska eldflaugavarnarkerfinu. Tyrkneski herinn er sá næst stærsti innan NATO, og hefur ríkið löngum verið verðmætur bandamaður Bandaríkjanna í ljósi þess að það deilir landamærum með Sýrlandi, Írak og Íran. Bandaríkin NATO Tyrkland Tengdar fréttir Utanríkisráðherra Tyrkja óánægður í símtali við Guðlaug Þór Guðlaugur Þór útskýrði málið út frá sjónarhóli íslenskra stjórnvalda. 11. júní 2019 16:21 Erdogan skiptir út seðlabankastjóranum Forseti Tyrklands, Receep Tayyip Erdogan, hefur ákveðið að breytinga sé þörf innan seðlabanka landsins og hefur vikið seðlabankastjóranum Murat Cetinkaya úr starfi. 6. júlí 2019 09:36 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Sjá meira
Tyrkland tók í dag á móti fyrsta hluta rússnesks eldflaugavarnarkerfis sem það áætlar að setja upp innan landamæra sinna, þvert á vilja Bandaríkjamanna. Sendingin, sem lenti á herflugstöð nálægt höfuðborginni Ankara, er sögð innihalda fyrsta hlutann af rússnesku S-400 eldflaugavarnarkerfi sem stjórnvöld í Tyrklandi hafa fest kaup á. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá tyrkneska varnarmálaráðuneytinu. Bandarísk yfirvöld hafa áður varað við því að þau gætu gripið til efnahagsþvingana gagnvart ríkinu ef kaupin á rússneska kerfinu færu fram. Samband Tyrklands við Bandaríkin og Evrópuríki hefur stirðnað að undanförnu, jafnt sem landið hefur aukið tengsl sín við Rússland á sviði varnarmála. Ásamt því að hafa fest kaup á umræddu eldflaugavarnarkerfi hafa Tyrkir einnig sent hluta af herafla sínum til þjálfunar í Rússlandi. Tyrkland er meðlimur í Atlantshafsbandalaginu NATO og náinn bandamaður Bandaríkjamanna. Yfirvöld í Tyrklandi hafa áður fest kaup á hundrað bandarískum F-35 herþotum, og hafa bandarísk yfirvöld gefið út að Tyrkland geti ekki bæði búið yfir bandarísku þotunum og rússneska eldflaugavarnarkerfinu. Tyrkneski herinn er sá næst stærsti innan NATO, og hefur ríkið löngum verið verðmætur bandamaður Bandaríkjanna í ljósi þess að það deilir landamærum með Sýrlandi, Írak og Íran.
Bandaríkin NATO Tyrkland Tengdar fréttir Utanríkisráðherra Tyrkja óánægður í símtali við Guðlaug Þór Guðlaugur Þór útskýrði málið út frá sjónarhóli íslenskra stjórnvalda. 11. júní 2019 16:21 Erdogan skiptir út seðlabankastjóranum Forseti Tyrklands, Receep Tayyip Erdogan, hefur ákveðið að breytinga sé þörf innan seðlabanka landsins og hefur vikið seðlabankastjóranum Murat Cetinkaya úr starfi. 6. júlí 2019 09:36 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Sjá meira
Utanríkisráðherra Tyrkja óánægður í símtali við Guðlaug Þór Guðlaugur Þór útskýrði málið út frá sjónarhóli íslenskra stjórnvalda. 11. júní 2019 16:21
Erdogan skiptir út seðlabankastjóranum Forseti Tyrklands, Receep Tayyip Erdogan, hefur ákveðið að breytinga sé þörf innan seðlabanka landsins og hefur vikið seðlabankastjóranum Murat Cetinkaya úr starfi. 6. júlí 2019 09:36
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent