Innlent

Ásýnd göngugatna gæti gjörbreyst

KHG skrifar
Pawel Bartoszek borgarfulltrúi Viðreisnar.
Pawel Bartoszek borgarfulltrúi Viðreisnar.
Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, telur löggjafann hafa verið á villigötum þegar ný umferðarlög voru samþykkt. Samkvæmt þeim mega hreyfihamlaðir, með svokölluð P-kort, keyra á göngugötum. Með þessu segir hann hugtakið göngugata í lausu lofti.

„Það er umtalsverður fjöldi af bifreiðum með þessi merki í umferð,“ segir Pawel við Fréttablaðið. „Ef mikill fjöldi þeirra myndi aka í gegn þá myndi það breyta heildarásýndinni. Þetta er of fortakslaust.“

Lögin voru samþykkt einhljóða. Pawel segir frumvarpið hafa breyst í meðförum þingsins og þessi breyting hafi þá komið inn. Hún hafi þá farið fram hjá borgarfulltrúum en þessi breyting hefur ekki verið rædd þar.

„Í frumvarpinu sjálfu var aðeins talað um að ferðaþjónusta fatlaðs fólks hefði þessa heimild. Þetta hefur væntanlega farið fram hjá borginni og ég tel að það hefði verið tilefni til að fá sjónarmið borgarinnar fram.“

Pawel segir að það séu til fjölbreyttari leiðir til að auka aðgengi hreyfihamlaðs fólks að verslunum og þjónustu á göngugötum.

„Við erum með miklu meira pláss á göngugötum þannig að það er hægt að koma fyrir lyftum og skábrautum, lyfta götunni upp og útrýma þar með þrepum,“ segir Pawel.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.