Óttast að erlendir hópferðabílstjórar fái lægri laun en íslenskir Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. júlí 2019 10:38 Fréttablaðið/Jóhanna Vinnumálastofnun hefur fengið fjölda ábendinga um að erlend ferðaþjónustufyrirtæki starfi hér á landi án tilskilinna leyfa. Forstjóri stofnunarinnar óttast að hópferðabílstjórar sem aka um landið á vegum erlendra fyrirtækja fái lægri laun en íslenskir bílstjórar. Hún vill fá lögreglu á staðinn þegar grunur um brotastarfsemi kemur upp. Samtök aðila í ferðaþjónustu, SAF, skiluðu stjórnvöldum tillögum sínum í vor um aðgerðir til að koma í veg fyrir að erlend fyrirtæki kæmu hingað til lands án tilskilinna leyfa. Fram kom að ef stjórnvöld gripu ekki í taumana strax til að efla eftirlit með brotastarfsemi erlendra fyrirtækja hér á landi væri líklegt að mörg íslensk ferðaþjónustufyrirtæki myndu neyðast til að flytja starfsemi sína úr landi. Vinnumálastofnun fundaði með SAF í vor og í framhaldinu var ákveðið að fólk í ferðaþjónustu yrði hvatt til að senda stofnuninni ábendingar. Forstjórinn segist hafa fengið talsvert af slíkum ábendingum. „Það eru leiðsögumennirnir og hópferðabílarnir, þessar ábendingar snúa að þessu tvennu aðallega,“ segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. „Það er langmest frá Suðurlandi enda er mesta umferðin þar.“Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.Vinnumálastofnun sér einnig um slíkt eftirlit og hefur orðið vör við brotastarfsemi. Unnur segir hins vegar að herða þurfi aðgerðir þegar slíkt kemur upp. „Það sem við myndum vilja sjá er að það væri hægt að grípa til einhverra aðgerða strax á staðnum með aðstoð lögreglu eða hvernig sem það yrði útfært, að það væri hreinlega hægt að stöðva þessa starfsemi á staðnum. Ég held að það væri árangursríkast,“ segir Unnur. Hún óttast að of mikið sé um að þeir sem aka hópferðabílum frá erlendum fyrirtækjum sé á mun lægri kjörum en íslenskir bílstjórar sem er ólöglegt. „Við óttumst það að kannski þeir sem eru að aka til dæmis hópferðabifreiðum og fá greitt heima hjá sér, við óttumst að þeir séu á öðrum kjörum en íslenskir hópferðabílstjórar,“ segir Unnur. Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fleiri fréttir Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Sjá meira
Vinnumálastofnun hefur fengið fjölda ábendinga um að erlend ferðaþjónustufyrirtæki starfi hér á landi án tilskilinna leyfa. Forstjóri stofnunarinnar óttast að hópferðabílstjórar sem aka um landið á vegum erlendra fyrirtækja fái lægri laun en íslenskir bílstjórar. Hún vill fá lögreglu á staðinn þegar grunur um brotastarfsemi kemur upp. Samtök aðila í ferðaþjónustu, SAF, skiluðu stjórnvöldum tillögum sínum í vor um aðgerðir til að koma í veg fyrir að erlend fyrirtæki kæmu hingað til lands án tilskilinna leyfa. Fram kom að ef stjórnvöld gripu ekki í taumana strax til að efla eftirlit með brotastarfsemi erlendra fyrirtækja hér á landi væri líklegt að mörg íslensk ferðaþjónustufyrirtæki myndu neyðast til að flytja starfsemi sína úr landi. Vinnumálastofnun fundaði með SAF í vor og í framhaldinu var ákveðið að fólk í ferðaþjónustu yrði hvatt til að senda stofnuninni ábendingar. Forstjórinn segist hafa fengið talsvert af slíkum ábendingum. „Það eru leiðsögumennirnir og hópferðabílarnir, þessar ábendingar snúa að þessu tvennu aðallega,“ segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. „Það er langmest frá Suðurlandi enda er mesta umferðin þar.“Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.Vinnumálastofnun sér einnig um slíkt eftirlit og hefur orðið vör við brotastarfsemi. Unnur segir hins vegar að herða þurfi aðgerðir þegar slíkt kemur upp. „Það sem við myndum vilja sjá er að það væri hægt að grípa til einhverra aðgerða strax á staðnum með aðstoð lögreglu eða hvernig sem það yrði útfært, að það væri hreinlega hægt að stöðva þessa starfsemi á staðnum. Ég held að það væri árangursríkast,“ segir Unnur. Hún óttast að of mikið sé um að þeir sem aka hópferðabílum frá erlendum fyrirtækjum sé á mun lægri kjörum en íslenskir bílstjórar sem er ólöglegt. „Við óttumst það að kannski þeir sem eru að aka til dæmis hópferðabifreiðum og fá greitt heima hjá sér, við óttumst að þeir séu á öðrum kjörum en íslenskir hópferðabílstjórar,“ segir Unnur.
Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fleiri fréttir Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Sjá meira