Óttast að erlendir hópferðabílstjórar fái lægri laun en íslenskir Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. júlí 2019 10:38 Fréttablaðið/Jóhanna Vinnumálastofnun hefur fengið fjölda ábendinga um að erlend ferðaþjónustufyrirtæki starfi hér á landi án tilskilinna leyfa. Forstjóri stofnunarinnar óttast að hópferðabílstjórar sem aka um landið á vegum erlendra fyrirtækja fái lægri laun en íslenskir bílstjórar. Hún vill fá lögreglu á staðinn þegar grunur um brotastarfsemi kemur upp. Samtök aðila í ferðaþjónustu, SAF, skiluðu stjórnvöldum tillögum sínum í vor um aðgerðir til að koma í veg fyrir að erlend fyrirtæki kæmu hingað til lands án tilskilinna leyfa. Fram kom að ef stjórnvöld gripu ekki í taumana strax til að efla eftirlit með brotastarfsemi erlendra fyrirtækja hér á landi væri líklegt að mörg íslensk ferðaþjónustufyrirtæki myndu neyðast til að flytja starfsemi sína úr landi. Vinnumálastofnun fundaði með SAF í vor og í framhaldinu var ákveðið að fólk í ferðaþjónustu yrði hvatt til að senda stofnuninni ábendingar. Forstjórinn segist hafa fengið talsvert af slíkum ábendingum. „Það eru leiðsögumennirnir og hópferðabílarnir, þessar ábendingar snúa að þessu tvennu aðallega,“ segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. „Það er langmest frá Suðurlandi enda er mesta umferðin þar.“Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.Vinnumálastofnun sér einnig um slíkt eftirlit og hefur orðið vör við brotastarfsemi. Unnur segir hins vegar að herða þurfi aðgerðir þegar slíkt kemur upp. „Það sem við myndum vilja sjá er að það væri hægt að grípa til einhverra aðgerða strax á staðnum með aðstoð lögreglu eða hvernig sem það yrði útfært, að það væri hreinlega hægt að stöðva þessa starfsemi á staðnum. Ég held að það væri árangursríkast,“ segir Unnur. Hún óttast að of mikið sé um að þeir sem aka hópferðabílum frá erlendum fyrirtækjum sé á mun lægri kjörum en íslenskir bílstjórar sem er ólöglegt. „Við óttumst það að kannski þeir sem eru að aka til dæmis hópferðabifreiðum og fá greitt heima hjá sér, við óttumst að þeir séu á öðrum kjörum en íslenskir hópferðabílstjórar,“ segir Unnur. Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Sjá meira
Vinnumálastofnun hefur fengið fjölda ábendinga um að erlend ferðaþjónustufyrirtæki starfi hér á landi án tilskilinna leyfa. Forstjóri stofnunarinnar óttast að hópferðabílstjórar sem aka um landið á vegum erlendra fyrirtækja fái lægri laun en íslenskir bílstjórar. Hún vill fá lögreglu á staðinn þegar grunur um brotastarfsemi kemur upp. Samtök aðila í ferðaþjónustu, SAF, skiluðu stjórnvöldum tillögum sínum í vor um aðgerðir til að koma í veg fyrir að erlend fyrirtæki kæmu hingað til lands án tilskilinna leyfa. Fram kom að ef stjórnvöld gripu ekki í taumana strax til að efla eftirlit með brotastarfsemi erlendra fyrirtækja hér á landi væri líklegt að mörg íslensk ferðaþjónustufyrirtæki myndu neyðast til að flytja starfsemi sína úr landi. Vinnumálastofnun fundaði með SAF í vor og í framhaldinu var ákveðið að fólk í ferðaþjónustu yrði hvatt til að senda stofnuninni ábendingar. Forstjórinn segist hafa fengið talsvert af slíkum ábendingum. „Það eru leiðsögumennirnir og hópferðabílarnir, þessar ábendingar snúa að þessu tvennu aðallega,“ segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. „Það er langmest frá Suðurlandi enda er mesta umferðin þar.“Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.Vinnumálastofnun sér einnig um slíkt eftirlit og hefur orðið vör við brotastarfsemi. Unnur segir hins vegar að herða þurfi aðgerðir þegar slíkt kemur upp. „Það sem við myndum vilja sjá er að það væri hægt að grípa til einhverra aðgerða strax á staðnum með aðstoð lögreglu eða hvernig sem það yrði útfært, að það væri hreinlega hægt að stöðva þessa starfsemi á staðnum. Ég held að það væri árangursríkast,“ segir Unnur. Hún óttast að of mikið sé um að þeir sem aka hópferðabílum frá erlendum fyrirtækjum sé á mun lægri kjörum en íslenskir bílstjórar sem er ólöglegt. „Við óttumst það að kannski þeir sem eru að aka til dæmis hópferðabifreiðum og fá greitt heima hjá sér, við óttumst að þeir séu á öðrum kjörum en íslenskir hópferðabílstjórar,“ segir Unnur.
Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels