Fótbolti

Knattspyrnumaður sem var vitni í morðmáli Oscar Pistorius skotinn til bana

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Marc Batchelor.
Marc Batchelor. Getty/Duif du Toit
Marc Batchelor, fyrrum landsliðsmaður Suður-Afríku, var skotinn til bana nærri heimili sínu í Jóhannesarborg í Suður-Afríku.Batchelor átti farsælan feril í Suður-Afríku þar sem hann spilaði með stórliðum landsins, Kaizer Chiefs og Orlando Pirates, auk þess að spila fyrir landslið Suður-Afríku.

Hann var þekktur í heimalandi sínu ekki síst vegna þess að hann hefur unnið í sjónvarpi eftir að ferlinum lauk. Þá var hann mjög litríkur karakter sem hafði komið sér nokkrum sinnum í sviðsljósið í gegnum árin.„Tveir menn á mótorhjóli réðust á hann þegar hann var að fara keyra inn að húsinu sínu. Þeir skutu hann nokkrum sinnum,“ sagði Col Lungelo Dlamini, talsmaður lögreglunnar, í samtali við suður-afríska ríkisútvarpið.„Hann dó inn í bílnum sínum og þeir keyrðu í burtu án þess að taka neitt,“ sagði talsmaðurinn.„Við erum enn að rannsaka ástæðurnar fyrir árásinni og við höfðum ekki enn komist að því hverjir þessir menn voru,“ sagði Dlamini.Dlamini sagði líka frá því að garðyrkjumaður Marc Batchelor hafi verið með honum í bílnum en sloppið ómeiddur frá skotárásinni.Marc Batchelor er ekki aðeins þekktur fyrir knattspyrnuferil sinn því hann var einnig á sínum tíma vitni í máli suður-afríska spretthlauparans Oscar Pistorius. Batchelor sagði frá bráðlyndi hlauparans og rifjaði upp reiðikast Pistorius þegar hann grunaði vin Marc Batchelor um að hafa haldið fram hjá með kærustu Pistorius.Oscar Pistorius, sem er fótalaus, var margfaldur Ólympíumeistari hjá fötluðum og einn af þekktari íþróttamönnum heims þegar hann var fundinn sekur um að myrða kærustu sína Reeva Steenkamp árið 2013. Pistorius var á endanum dæmdur í þrettán ára fangelsi árið 2015.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.