Fótbolti

Atletico blandar sér í baráttuna um James Rodriguez

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Atletico eða Napoli?
Atletico eða Napoli? vísir/getty
Atletico Madrid er tilbúið að blanda sér í baráttuna um kólumbíska miðjumanninn James Rodriguez og gæti stolið honum af Napoli á lokametrunum en ítalska liðið er langt komið í samningaviðræðum við Real Madrid um kaup og kjör.Napoli hefur hins vegar ekki úr jafn miklum fjármunum að spila og Atletico Madrid og eru forráðamenn Napoli nú á fullu að losa sig við leikmenn með það fyrir augum að eiga nóg fyrir James en Real Madrid vill fá 42 milljónir evra fyrir kappann.Samkvæmt spænskum fjölmiðlum hyggst Atletico ætla að nýta sér seinagang Ítalanna og klófesta James. Atletico er tilbúið að borga uppsett verð en forráðamönnum Real hugnast ekki að selja annan leikmann til erkifjendanna eftir að hafa selt Marcos Llorente fyrr í sumar.James Rodriguez hefur verið á láni hjá Bayern undanfarnar tvær leiktíðir en þessi 28 ára gamli leikmaður hefur orðið landsmeistari í Portúgal, á Spáni og í Þýskalandi á ferli sínum. Diego Simeone er að smíða sér nýtt lið hjá Atletico en Antoine Griezmann, Diego Godin, Rodri, Lucas Hernandez, Filipe Luis, Juanfran og Gelson Martins eru á meðal leikmanna sem hafa yfirgefið félagið en í þeirra stað hafa Joao Felix, Marcos Llorente, Felipe og Hector Herrera komið til félagsins.Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.