Spenntir að sjá hvort makríll veiðist aftur hér í sama mæli Ari Brynjólfsson skrifar 17. júlí 2019 06:00 Skip frá Vestmannaeyjum eru farin á makrílveiðar, skip á Austurlandi eru á leið út. Jón Jónsson „Makríllinn er kominn til landsins, það er verið að veiða hann víða,“ segir Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri uppsjávarlífríkis hjá Hafrannsóknastofnun, við Fréttablaðið. Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson er nú í fjölþjóðlegum leiðangri til að kanna ástand á vistkerfinu frá Svalbarða suður fyrir lögsögu Íslands. Meðal þess sem verið er að kanna er makrílstofninn. Samkvæmt tölum Hagstofunnar féll aflamagn og verðmæti makríls í fyrra. Makríllinn tók fyrst stökk árið 2008 þegar hann fór í 112 þúsund tonn úr 36 þúsund tonnum árið áður. Hæst fór hann svo í 170 þúsund tonn árið 2014 með verðmæti upp á 15,2 milljarða króna. Veiðin í fyrra nam 135 þúsund tonnum og 7,5 milljörðum króna í verðmæti. Í ár er leyfilegur heildarafli á makríl 140 þúsund tonn. „Þetta er eins og við mátti búast, uppsjávarskipin fóru fyrr af stað í ár en í fyrra. Þau byrjuðu við Vestmannaeyjar, svo eru skip að byrja fyrir austan,“ segir Þorsteinn. „Makríllinn kom inn í Keflavíkina fyrir helgina, sem er árvisst. Síðan var veiði um helgina vestan við miðlínuna þar sem Grænlendingarnir eru að veiða. Þannig að þetta er allt eftir bókinni.“Það er ekkert sjálfgefið að makríllinn komi aftur í sama mæli árlega og hann hefur gert á undanförnum árum. Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri uppsjávarlífríkis hjá HafrannsóknastofnunSkipstjórar sem Fréttablaðið ræddi við í ágúst í fyrra sögðu veiðina þá hafa gengið erfiðlega. Var veiðin þá sú minnsta í mörg ár. Þorsteinn segir erfitt að bera sumarið í ár saman við það í fyrra. „Þeir fóru svo seint út í fyrra. Það var þó heldur minna í lögsögunni, en það er ekki hægt að bera það beint saman því veiðitímabilinu er ekki lokið.“ Árni Friðriksson er búinn að mæla magn makríls í hafinu út af Norður- og Austurlandi, en á eftir að mæla í hafinu fyrir sunnan og vestan land. „Það er líklegasta svæðið,“ segir Þorsteinn. „Það var lítið fyrir norðan, en þar er alltaf lítið. Þar er kaldari sjór og makríllinn gengur ekki inn í hann fyrr en í haust þegar hann gengur til baka.“ Tómas Kárason, skipstjóri á Beiti á Neskaupstað, var að undirbúa skipið fyrir makrílveiðar þegar Fréttablaðið náði tali af honum. „Það er búin að vera ágætis veiði, hún hefur verið upp á við síðustu daga,“ segir Tómas. Veiðin sé þó ekki endilega meiri en í fyrra. „Þetta er alla vega komið af stað núna.“ Þorsteinn segir menn spennta að sjá hvernig staðan verði í ár í ljósi veiðinnar í fyrra. „Það er ekkert sjálfgefið að makríllinn komi aftur í sama mæli árlega og hann hefur gert á undanförnum árum.“ Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira
„Makríllinn er kominn til landsins, það er verið að veiða hann víða,“ segir Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri uppsjávarlífríkis hjá Hafrannsóknastofnun, við Fréttablaðið. Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson er nú í fjölþjóðlegum leiðangri til að kanna ástand á vistkerfinu frá Svalbarða suður fyrir lögsögu Íslands. Meðal þess sem verið er að kanna er makrílstofninn. Samkvæmt tölum Hagstofunnar féll aflamagn og verðmæti makríls í fyrra. Makríllinn tók fyrst stökk árið 2008 þegar hann fór í 112 þúsund tonn úr 36 þúsund tonnum árið áður. Hæst fór hann svo í 170 þúsund tonn árið 2014 með verðmæti upp á 15,2 milljarða króna. Veiðin í fyrra nam 135 þúsund tonnum og 7,5 milljörðum króna í verðmæti. Í ár er leyfilegur heildarafli á makríl 140 þúsund tonn. „Þetta er eins og við mátti búast, uppsjávarskipin fóru fyrr af stað í ár en í fyrra. Þau byrjuðu við Vestmannaeyjar, svo eru skip að byrja fyrir austan,“ segir Þorsteinn. „Makríllinn kom inn í Keflavíkina fyrir helgina, sem er árvisst. Síðan var veiði um helgina vestan við miðlínuna þar sem Grænlendingarnir eru að veiða. Þannig að þetta er allt eftir bókinni.“Það er ekkert sjálfgefið að makríllinn komi aftur í sama mæli árlega og hann hefur gert á undanförnum árum. Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri uppsjávarlífríkis hjá HafrannsóknastofnunSkipstjórar sem Fréttablaðið ræddi við í ágúst í fyrra sögðu veiðina þá hafa gengið erfiðlega. Var veiðin þá sú minnsta í mörg ár. Þorsteinn segir erfitt að bera sumarið í ár saman við það í fyrra. „Þeir fóru svo seint út í fyrra. Það var þó heldur minna í lögsögunni, en það er ekki hægt að bera það beint saman því veiðitímabilinu er ekki lokið.“ Árni Friðriksson er búinn að mæla magn makríls í hafinu út af Norður- og Austurlandi, en á eftir að mæla í hafinu fyrir sunnan og vestan land. „Það er líklegasta svæðið,“ segir Þorsteinn. „Það var lítið fyrir norðan, en þar er alltaf lítið. Þar er kaldari sjór og makríllinn gengur ekki inn í hann fyrr en í haust þegar hann gengur til baka.“ Tómas Kárason, skipstjóri á Beiti á Neskaupstað, var að undirbúa skipið fyrir makrílveiðar þegar Fréttablaðið náði tali af honum. „Það er búin að vera ágætis veiði, hún hefur verið upp á við síðustu daga,“ segir Tómas. Veiðin sé þó ekki endilega meiri en í fyrra. „Þetta er alla vega komið af stað núna.“ Þorsteinn segir menn spennta að sjá hvernig staðan verði í ár í ljósi veiðinnar í fyrra. „Það er ekkert sjálfgefið að makríllinn komi aftur í sama mæli árlega og hann hefur gert á undanförnum árum.“
Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira